Að elska sig innan frá ….

Ég sat í sólinni með Tolle um helgina, – nánar tiltekið með bókina „Mátturinn í Núinu“ – en það er eiginlega sama hvar ég opna hana, það er alltaf eitthvað gott sem talar til mín. –

„Þú getur ekki eyðilagt það sem er raunverulegt“  – og þarna var hann að tala m.a. um sambönd.

Samband byggt á ótta, afbrýðisemi, óöryggi er ekki raunverulegt.

Samband er ekki hundaól.

Ef að þarf að binda annan niður, þá er sambandið ekki raunverulegt. – 

Til  að eiga í heilu sambandi þurfa báðir aðilar að vera þar af heilindum, langa til þess og ekki bara fyrir hinn aðilann.

Ekki af vorkunnsemi, ekki sem einhvers konar „compromise“ –

Svo ég vitni í Brené Brown, „vinkonu“ mína,  þá eru það manneskjur sem lifa af heilu hjarta sem blómstra í lífinu og blómstra þá líka í samskiptum, og að lifa af heilu hjarta er að hafa hugrekki til að tjá sig um langanir, þarfir og tilfinningar við hinn aðilann. –  Að segja sögu sína.  

Að lifa af heilu hjarta er að hafa sjálfstraust og leyfa ljósi sínu að skína,  jafnvel við erfiðustu aðstæður.  

Að lifa af heilu hjarta er að elska sig innan frá.  –

bætti þessu svo við þegar ég var að pósta þessu á vegginn á Facebook.

„Litla“ stelpan mín Jóhanna Vala,  bauð mér í „lunch“ í hádeginu og við ræddum margt og mikið,  á heimleiðinni í bílnum  bar m.a.  þetta á góma. „Það er ekki hægt að eyðileggja það sem er raunverulegt.“ –   Mér finnst svo gaman þegar ég dett í samræður við börnin mín og ég finn að þau eru með miklu meiri skilning á lífinu og tilverunni en ég hafði á þeirra aldri. –   Að þau þroski sig andlega er mér mesta gleðin, því að það er eitthvað sem ekki verður af tekið og mölur og ryð fá eigi grandað. – 

Það er raunverulegt. –

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s