Facebook eða faðmlag ..

Ég hef verið umvafin fólki undanfarið,  verið í heimsóknum knúsað og kysst, – haldið afmæli og í morgun snæddi ég 17. júní brunch með góðu fólki og í dag vorum við alls 22 hér á Holtsgötunni þar sem ég hýsti tveggja ára afmæli yngsta barnabarnsins.

Ég var að keyra heim úr sveitinni í hádeginu,  þegar ég fór að hugsa um muninn á samfélaginu á facebook, og svo „raunsamfélaginu“ – það er að segja þar sem við sitjum, horfumst í augu, snertumst, með handabandi, kossi og/eða góðu faðmlagi.

Tengingin er svo ólik.

Þetta ofangreint var ég s.s. að hugsa um í dag í bílnum, og jafnframt hvort það gæti verið að við fjarlægðumst hvert annað með allri facebook-eða tölvu væðingunni.  Sumt af henni er auðvitað gott, við uppgötvum gamla vini, skólafélaga, döðrum jafnvel svolítið og það má segja að stundum verði hálfgerðir vísar að „partýi“ á góðum kvöldum á facebook.

Ég var ekkert búin að taka ákvörðun hvort ég ætlaði að skrifa um þetta en sá síðan áðan status frá Paulo Coelho sem var í takt við það sem ég var að hugsa:

„Technology is not an alternative to real life.
Facebook is not an alternative to friendship.
Enjoy both, but don’t forget you need real people around“ –

Annars staðar sá ég tilvitnunina:

„I Love my computer because my friends live in it“ –

Tæknin kemur ekki í staðinn fyrir raunverulegt líf.

Facebook kemur ekki í staðinn fyrir vinskap.

Njótum beggja, en ekki gleyma að þú þarft á alvöru fólki að halda í kringum þig“ –

Svo satt og svo rétt. –

Ég hefði ekki getað orðað þetta betur, og svona virkar eflaust þetta lögmál aðdráttaraflsins,  ég hugsa eitt og síðan les ég það fljótlega annars staðar og það styður hugsun mína.

Fólk þarf fólk.

Fólk þarf nánd.

Facebook er ágæt svo langt sem hún nær en gleymum ekki að:

Fólk þarf faðmlag.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s