Meðvirkni og mataræði – „hvað er að naga þig“ …

Eitt af kjarnaatriðum í meðvirkni er að geta ekki haldið meðalhófið, – það er að gera allt mjög vel eða alls ekki, –  „í ökkla eða eyra“

Megrunarkúrar og átak  er eflaust eitt besta dæmið sem hægt er að hugsa sér, hvað það varðar.

Þegar við erum í kúr eða átaki hvað varðar líkamsþyngd erum við líka yfirleitt að vinna á afleiðingum þess að hafa misst tökin á mataræði,  hafa borðað ofan í tilfinningar okkar og/eða ekki farið að eigin vilja.  Þá meina ég að eflaust vilja flestir vera í heilsusamlegri þyngd og líða vel í líkama sínum,  þannig að umframþyngd t.d. hamli ekki hreyfingu eða fari að hafa áhrif á heilsufar.  Þetta snýst ekki um útlitið nema e.t.v. að örlitlu leyti,  það er að segja að forsendan þarf að vera vellíðan fyrst og fremst.

Ég er búin að vera að kynna mér meðvirkni í tvö ár og vinna með fólki, og þess utan kenna á námskeiðunum „Í kjörþyngd með kærleika“  sem byggjast á því að fara að vinna í orsökum ekki síður en afleiðingum. –

Ekki þurrka alltaf upp pollinn sem myndast allta á sama stað á gólfinu, og stækkar jafnvel í hvert skipti – heldur að athuga hvaðan lekinn kemur.

Það þýðir að farið er í ástæður þess að jafnvel þótt við kunnum allt í sambandi við mataræði og hreyfingu og viljum vera í kjörþyngd náum við SAMT ekki árangri. –

Ég fer í það hvað stöðvar okkur á leiðinni frá A – B.    A er þá umframþyngd og B er óskaþyngd,  eða kjörþyngd.

Mikið er spurt um þessi námskeið,  en ég mun setja næsta upp í ágúst 2012.

Þau sem hafa áhuga á að kynna sér efnið,  og nú segi ég ÞAU,  því að hingað til hef ég aðeins verið að kynna þetta fyrir konum,  geta mætt á fyrirlestur með yfirskriftinni:  Meðvirkni og mataræði „hvað er að éta þig“ –  en þetta síðara er úr myndinni „Hungry for Change“ –   Þar kemur að fram mikið af hugmyndafræðinni sem ég hef notað.  Þar kemur fram þessi setning  „Don´t ask what you are eating,  what´s eating you“..   sem er frasi sem gæti verið á íslensku, „Ekki spyrja hvað þú ert að naga, heldur hvað er að naga þig.“ –

Já, hvað er að naga þig þannig að þú nagar eitthvað sem þú vilt í raun og veru ekki, þegar þú ert ekki svöng/svangur, þegar þú ert pakksödd/saddur en heldur áfram o.s.frv. – ?

Mínir hugmyndafræðingar eru t.d.  Geneen Roth, Paul McKenna, Sophie Chiche, og Lissa Rankin,  auk auðvitað meðvirknispesíalistans Pia Mellody.

Þar að auki spilar allt inn í þetta – allt frá biblíunni – Eckhart Tolle, enda ekkert nýtt undir sólinni.

Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn í Síðumúla 13, 3. hæð – sal Lausnarinnar,  sunnudagskvöldið 1. júlí nk.  kl. 20:00 – 22:00

Verð kr. 3000.- 

Hægt er að taka frá sæti með því að greiða fyrirfram inn á reiknin 0303-26-189 kt. 211161-7019  en aðeins er um 20 sæti að ræða.  Þó er möguleiki að flytja þetta í stærri sal ef ásókn verður mikil 😉

Athugið að margir telja að meðvirkni sé bundin við alkóhólisma,  þ.e.a.s. við séum aðeins meðvirk með alkóhólistum, en meðvirknin birtist í öllum tegundum mannlegra samskipta og líka „samskipta“ okkar við mat. –

Að ofala barn er stundum gert í meðvirkni -, þ.e.a.s. í misskilinni góðmennsku.  Afi eða amma vill fá ást, vera elskað af barnabarni en er að gefa barnabarninu sem e.t.v. glímir við offitu sælgæti og mat sem það hefur ekki gott af, og beinlínis er óhollt fyrir það.  Þau álíta sig „góð“  en eru í raun að kaupa sér ást, ef þau viðhalda þessu,  því auðvitað á barnið að geta fundið væntumþykju til foreldra eða ömmu og afa – þó því sé neitað um það sem er óhollt.  En það er því af ótta við að barninu líki ekki við það að barninu er gefið það sem er slæmt fyrir það og alið á fíkn þess í sælgæti eða mat sem er vont fyrir það.

Þetta er bara eitt dæmi, – svo ekki stinga kexi upp í barn sem grætur vegna vanlíðunar eða söknuðar, heldur gefum því knús, athygli, hlýju – því að annað er bara kennsla í tilfinningaáti.

En nóg um það, ef þið viljið bóka ykkur á fyrirlestur þá eru upplýsingar hér að ofan,  – hægt verður að bóka sig á fyrsta námskeið haustsins „Í kjörþyngd með kærleika“ –  á fyrirlestrinum en það mun hefjast upp úr miðjum ágúst og vera í 8 vikur og væntanlega endum við með helgardvöl í sveit.   Þetta verður endurbætt námskeið,  því að alltaf er ég að uppgötva betur og betur hvernig þetta virkar með orsakirnar og afleiðingarnar.

Verið velkomin! –

Ítreka hér upplýsingar – og ég væri þakklát fyrir ef þið gætuð dreift þessari „auglýsingu“ fyrir mig.

Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn í Síðumúla 13, 3. hæð – sal Lausnarinnar,  sunnudagskvöldið 1. júlí nk.  kl. 20:00 – 22:30

Verð kr. 3000.- 

Hægt er að taka frá sæti með því að greiða fyrirfram inn á reiknin 0303-26-189 kt. 211161-7019  en aðeins er um 20 sæti að ræða.  Þó er möguleiki að flytja þetta í stærri sal ef ásókn verður mikil 😉 – (sendið staðfestingarpóst á johanna@lausnin.is)  og ég sendi staðfestingu um sæti um hæl.

Fyrirspurnir sendast líka  á johanna@lausnin.is

Munum að vera góð við okkur og veita okkur athygli – líkama og sál. –

Ef við náum því markmiði,  erum við á veginum okkar,  því að við erum sjálf vegurinn að hamingju okkar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s