Að segja NEI …

Eftirfarandi er lausleg þýðing á pistli Cheryl Richardson og er alveg í samhljómi við það efni sem notað er þegar verið er að leiðbeina fólki til að taka á meðvirkni sinni:

„Vonbrigði eru óæskileg.  Það er fátt verra en væntingar sem bregðast.  Þess vegna finnst okkur leiðinlegt að valda öðrum vonbrigðum.  Stundum förum við á „auto pilot“  og segjum „já“ þegar við vitum innra með okkur að það er eitthvað sem við samþykkjum sem við ættum ekki að taka að okkur, eða við höfum leitað allra leiða til að neita á viðkunnanlegan hátt, svo fólk upplifi ekki sárindi við neitunina.

Innst inni þolum við fæst að valda fólki vonbrigðum.  Reyndar forðast flestir það eins og heitan eldinn. Eftirfarandi eru dæmi um ástæður hvers vegna:

  • Við viljum forðast sektarkennd.
  • Við þolum ekki sjálf að verða fyrir vonbrigðum eða vera særð, og við viljum forða öðrum frá sársauka.
  • Okkur vantar tungumálið við að segja nei með virðingu og kærleika
  • Við viljum forðast rifrildi svo við gerum allt til að halda friðinn
  • Við viljum að fólki líki vel við okkur

Hinn óþægilegi sannleikur við sjálfsræktina er að þú verður að læra að höndla tilfinningarnar sem koma upp við að valda öðrum vonbrigðum,  særa tilfinningar annarra eða reita aðra til reiði.   Og þú munt læra það.  Þegar þú ákveður að rjúfa vítahring höfnunar á eigin þörfum,  er hluti þess að læra að segja nei, setja mörk, og setja landamæri til að vernda tíma þinn, orku og tilfinningalegar þarfir.

Þetta er gríðarleg áskorun fyrir alla góða einstaklinga sem láta sig náungann varða.  Af hverju?  Vegna þess að óhjákvæmilega endar það t.d. með að valda vinkonu þinni vonbrigðum þegar þú virðir þarfir þínar til að eiga fríhelgi framyfir það að samþykkja að passa börnin hennar.

Einnig er líklegt er að þú særir tilfinningar unglingsins þegar þú segir honum að fá sér göngutúr heim til vina sinna frekar en að keyra eins og einkabílstjóri með hann í 10. skiptið þennan mánuðinn.  Og þú getur verið þess fullviss að þú pirrir maka þinn, sem nú þarf allt í einu að fara að þvo fötin sín, þegar þú ákveður allt í einu að þú ætlir ekki lengur að vera í þjónustuhlutverki fyrir alla undir sama þaki og þú.   Vertu þess fullviss að þegar þú tekur upp á því  að breyta leikreglunum verða ekki allir endilega glaðir.

En mundu það:  Ef þú vilt lifa innihaldsríku lífi sem skiptir máli fyrir líf annara, verður þú að byrja á því að skipta máli í þínu eigin lífi.  Þannig er tilgangur þinn tær.  Óþægindatilfinning, sektarkennd eða ótti eru aðeins hluti af því ferli sem kemur upp þegar þú setur þarfir þínar í forgang.

Það getur komið verulega á óvart til hvaða örþrifaráða við grípum til að forðast að valda öðrum vonbrigðum.

Dæmið um Barböru.

Barbara var meðvituð um tilhneygingu sína við að vera „góð stelpa“ – og hún vissi í raun alveg hvað var að gerast.  Barbara sagði  „Ég er um það bil að fara að gera hinn týpíska „góðu stelpu gjörning“ –   Yfirmaður minn er búinn að vera að berjast fyrir því í sex mánuði að ég fái flutning í starfi,  þar sem ég gæti notið betra veðurs.   En þar sem ég fer í gegnum ráðningarferlið, er ég að gera mér grein fyrir því að þetta starf er ekki í raun og veru það sem mig langaði í og ég er hægt og rólega að átta mig á því  að þarna verð ég ekki hamingjusöm.

Hér kemur hið klikkaða.  Heldur saga Barböru áfam:   „Trúðu því eða ekki, en ég er í alvöru talað að hugleiða það að þiggja starfið,  vegna þess að yfirmaður minn er búin að hafa svo mikið fyrir að redda því og mér finnst leiðinlegt að bregðast honum.“

Þetta er sönn saga úr símaviðtali við Cheryl.  Ef þú hugsar um þitt eigið líf, gætir þú eflaust fundið frásögn um eigin dæmi.

Þú ákveður að taka inn nýjan viðskiptavin,  jafnvel þó að allt innra með þér öskri „Viðvörun! Viðvörun“ – vegna þess að þú vilt ekki að hann upplifi það að sér sé hafnað.  Eða, þú ert loksins búin/n að taka frá tíma fyrir þig og maka þinn að gera eitthvað saman,  þegar þú fórnar því fyrir söfnunarkvöld foreldra í skólanum,  vegna þess að þú vilt láta hina foreldrana vita að þú sért virkur foreldri í foreldrastarfinu.

Á hverjum degi tekur fólk mikilvægar ákvarðanir byggðar á því hvað aðrir vilja, vitandi vits að sumu leyti að það er í bullandi sjálfshöfnun á eigin þörfum eða tilfinningum.   Það er erfitt að venja sig af góðu stelpu (góða stráks) ávananum.

En hvað gerist svo þegar þú ferð að segja nei og valda þannig öðrum vonbrigðum?

Þegar við förum að vinna að eigin sjálfsrækt þurfum við að vita hvað getur gerst í samskiptum:  Það getur vel verið að þú slítir einhverjar tengingar.  Þar til á ákveðnum tímapunkti hefur tilhneygingin verið að gefa of mikið af þér og þvi er mjög líklegt að þú hafir vanið fólkið í kringum þig við að vænta þess.  Núna, með því að setja þarfir þínar oftar í forgang, ertu að breyta leikreglunum.

Ekki vera hissa ef að einhver náinn þér – besti vinur, vinkona, fjölskyldumeðlimur eða maki, reyni að toga þig aftur í gamla farið.  Og það versta sem þú getur gert þegar það gerist er að gefa eftir.  Þegar þú gerir það gefur þú frá þér misvísandi skilaboð og kennir fólki með því að þú sért ekki manneskja orða þinna.  Þess í stað þarft þú að vera hreinskilin/n,  hrein/n og bein/n, og mátulega leið/ur.  Það er það sem til þarf.  Ekki festast í of miklum útskýringum,  fara í vörn eða bjóða upp á rökræður um ákvörðunina þína.  Þess færri orð því betra.

Stattu með þér.

Hægt er að lesa „orginal“ greinina með að smella HÉR.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s