Sel ekki vatnið dýrara en ég keypti það ..

Eins og ég vitna í á „aðferðafræðisíðunni“ minni þá er það niðurstaða Abraham Hicks eftir áratuga hamingjuleit að þrennt stuðli að hamingju.

1.  Hugsaðu góðar hugsanir.

2.  Drekktu meira vatn.

3.  Andaða djúpt.

http://www.abraham-hicks.com

Það má auðvitað dýpka þessi þrjú atriði til muna og skrifa um þau, en ég rakst á þessa skemmtilegu mynd á facebook síðu sem heitir „Be A Part Of The Shift 2012“

En þarna er gefin „uppskrift“ af því hvernig best er að neyta vatns,  eða á hvaða tíma réttara sagt.

  • 2 glös af vatni þegar þú vaknar hjálpar við að vekja innri líffærin
  • 1 glas af vatni 30 mínútur fyrir mat hjálpar til við meltingu
  • 1 glas af vatni fyrir sturtu eða bað hjálpar til við að lækka blóðþrýsting
  • 1 glas af vatni fyrir háttinn minnkar líkur á heilablóðfalli eða hjartaáfalli

Eins og ég segi í titlinum – sel ég vatnið ekki dýrara en ég keypti það, – og ekki heldur þessi „fræði“ – en ég veit líka að þetta getur varla skaðað.  Eina sem ég veit jú, að stundum þarf að pissa um nótt ef of mikið af vatni er drukkið fyrir svefninn 😉

Vatnið er ein mikilvægasta auðlindin – við getum ekki lifað án vatns en við getum lifað án olíu.  Það er gott að búa á Íslandi með ferskt og rennandi vatn í krönum og frískt loft til að anda að sér. – 

Þakklæti er því orðið sem kemur í hugann og þakklæti er orðið sem kemur okkur áfram 2012 og öll ár hér eftir.  Mér skilst að það sé nýtt tungl og við höfum alltaf tækifæri að breyta og gera betur,  hvort sem það er að drekka meira vatn, anda dýpra og/eða hugsa fallegri hugsanir.

„To Be A part Of The Shift we have to shift our state of being“

Byggjum okkur upp, og treystum undirstöður okkar.

Á bjargi byggði hygginn maður hús,  þetta hús ert þú. –

Your life
does not get
better by chance

It gets better
by ……change

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s