Þakklæti ..

Í vafri mínu um netheima, m.a. til að dýpka skilning minn á lífinu og tilverunni, og til að sklja sjálfa mig betur og tilfinningarnar sem koma upp þegar ég „geng úr skaftinu“ eða missi viðveruna eins og ég kalla það, finn ég ýmislegt bitastætt efni.   

Í þetta skiptið var ástæðan vegna eigin vanmáttarkenndar, að finnast ég ekki metin og framlag mitt,  en fer eftir eigin kennslu og leita inn á við hvað það varðar en ekki út á við og kemst að þeirri niðurstöðu að það er ég sjálf sem vanmet mig. Ég er (hef ekki verið)  nógu þakklát fyrir sjálfa mig og það sem ég kann og get og síðast en ekki síst fyrir hvað ég ER.  (Ég veit að ég er að tala fyrir okkur flest ef ekki öll).  

Enn og aftur leyfi ég mér og vil  tala út frá mætti berskjöldunar, að játa ófullkomleika minn. –

Eftirfarandi  fann ég og langar að deila um appreciation – og ég set það hér fram sem þakklæti.

Byggt á vanþakklæti er m.a.:

  • Trúin á það að þú sért óverðug/ur ástar, umhyggju, árangurs eða farsældar í veraldlegum efnum.
  • Trúin á það að þú sért merkilegri en aðrir (vegna þess að þér finnst aðrir ómerkilegri)
  • Trúin á það að þú sért ómerkilegri en aðrir (vegna þess að þú vanmetur þig) 
  • Trúin á það að álíta þig verðuga/n EF þú tilheyrðir öðrum félagslegum hópi eða ættir meira af peningum eða veraldlegum eignum.

Byggt á þakklæti er m.a.:

  • Trúin á það að þú sért verðug/ur ástar, umhyggju og árangurs í veraldlegum efnum.
  • Trúin að allt fólk sé verðmætt
  • Trúin á að þú sért verðmæt/ur á tillits til stéttar, stöðu, kyns, kynþáttar o.s.frv.
  •  Trúin að þú getir lært eitthvað af öllum aðstæðum

Appreciation is the highest form of prayer, for it acknowledges the presence of good wherever you shine the light of your thankful thoughts.
Alan Cohen

We tend to forget that happiness doesn’t come as a result of getting something we don’t have, but rather of recognizing and appreciating what we do have. – Frederick Keonig

Bæn mín er um þakklæti – þakklæti fyrir alla englana sem eru í heiminum og koma til hjálpar um leið og þú biður um hjálp. –

Bæn mín er að þakka fyrir heilsu, náðargjafir og tilveru sem biður ekki um verk, aðeins trú á lífið. –

Ég þakka lífið og engla þess.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s