Dagskrá „Sjáðu þig og tjáðu“ námskeiðs

“Sjáðu þig og tjáðu þig” – sjálfsræktarsólarhringur Indriðastaðir – Skorradalur 25. – 26. júní 2012

Drög að dagskrá, en hún miðast að einhverju leyti við veður, en spáin er glimrandi góð!

Mánudagur Kl. 14:00 Mæting við veitingasal, merkt með blöðrum! – leiðbeinendur og þátttakendur kynna sig og farið yfir dagskrá.

Kl. 14:30 Þátttakendur koma sér fyrir í húsum.

Kl. 15:00 Kaffitími

Kl. 15:30 Farið á bækistöð – hús inní skógi, 10 mín ganga (hægt að keyra) Skógarleiðangur – og tengt við tilfinningar og náttúru.

Kl. 17:30 Hópsamtal

Kl. 18:30 Siestahugleiðsla í náttúrunni

Kl. 20:00 Létt grill – lax að hætti hússins – kvöldverður á palli

Kl. 21:00 Leikur og hópefli – náttúrudísirnar

Kl. 22:00 Kvöldhressing – ávextir Ath! Þær sem vilja fá tarotlestur fá stuttan lestur 😉

Frjáls tími – hægt að skella sér í pottinn fyrir svefninn

Þriðjudagur Kl. 8:00

Morgunhugleiðsla og slökun úti við ef hægt er

Kl. 9:00 Morgunverður í veitingasal – eða úti á stétt

Kl. 10:00 Hóphandleiðsla – og afhending smákvers.

Kl. 11:30 Gengið frá húsum

Kl. 12:00 Brottför 😉

Þátttakendur þurfa að hafa með auk venjulegs viðbúnaðar: Fatnað miðað við aðstæður – stefnt á að stór hluti fari fram utandyra Sundföt og handklæði, sængur-og koddaver eða svefnpoka, en markmið námskeiðs er að vera “með meðvitund” þannig að ekki er mælt með að þátttakendur hafi vín um hönd, þó að sjálfsögðu sé það ekki bannað.

Þrír þátttakendur eru um hvert hús og þar er hefðbundin sumarhúsaaðstaða, heitur pottur við hvert hús, sturta, eldavél, kaffivél o.s.frv. en allur matur er í boði. –

Til að komast í Skorradalinn er best að aka þjóðveg 101, gegngum Hvalfjarðargöng, fram hjá Hafnarfelli, en beygt afleggjarann að Hvanneyri til hægri áður en komið er að Borgarfjarðarbrúnni. Skilti er síðan að Hreppslaug og síðan skilti sem á stendur “Indriðastaðir” – Ef þið villist á leiðinni hringið í síma 895-6119 eða vantar nánari upplýsingar. Hlökkum svakalega til að eiga fallegan sólarhring með ykkur, – verið endilega litríkar – ekki bara með svörtu dressin! 😉

Jóhanna og Ragnhildur

Sjá námskeið ef smellt er HÉR

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s