„VÁ!“ …..

Kona stendur fyrir framan yfirfullan fataskáp og segir upphátt “Ég hef ekkert til að fara í” …

Þetta er ekki óalgengt, og ég þekki sjálfa mig ágætlega þarna, en vissulega hefur það minnkað með árunum, og mér finnst ég vera farin að eiga nóg.  Það kemur vonandi til vegna aukins þroska og sjálfsvinnu að mestu leyti, en vissulega líka vegna breyttrar afkomu, – og “fátt er svo með öllu illt að ei boði gott” .. – Ég segi oft að heimurinn þvingi okkur stundum til að átta okkur á hvað við eigum í raun mikið (sem ég sannarlega á) og horfast í augu við okkur sjálf, – þ.e.a.s. að taka burtu það sem truflar okkur frá okkur sjálfum,  eins og allt of mikið eða jafnvel ofgnótt af dóti og “drasli” – sem verður okkur oft bara byrði, – eins og dæmið um yfirfullu geymslurnar sem margir eru að vandræðast með.

Í sumum tilfellum er margt í skápnum sem ekki passar lengur og er þá yfirleitt orðið 1-2 númerum of lítið (eða meira?)   en á að passa ÞEGAR viðkomandi er búin að missa svo og svo mörg kíió aftur.

En það er svo sem ekki það sem ég ætlaði að fjalla um hér,  heldur þessa yfirlýsingu að eiga EKKERT þegar NÓG er til.

Hún er nefnilega kannski svolítið táknræn,  því þetta á við svo margt í okkar lífi.

Ísland er t.d. yfirfullt af dásamlegri náttúru – og t.d. ef við búum í Reykjavík, þarf ekki að fara lengra en í Elliðaárdalinn, Öskjuhlíðina eða Heiðmörk svo dæmi séu tekin, nú eða kannski bara út í garð? …

Skemmtileg voru viðbrögð tveggja ára sonardótturinnar, Evu Rósar,  þegar við ókum inn í Fossvogskirkjugarð sl. föstudag þar sem við vorum að fara að leiði pabba (langafa hennar)  og trjákórónurnar slúttu yfir,  hún leit út um bílrúðuna og upp og sagði “VÁ” .. með þvílíkri hrifningu.  – Reyndar myndaðist lítil örsaga í framhaldi af þessu,  því að við leiðið voru mættar þær Ísold og Rósa,  fimm ára systurdætur með mömmu sinni.   Um kvöldið þeystum við svo upp í Skorradal við Eva Rós, og þegar ég ók að bústaðnum sem er umkringdur háum öspum, voru viðbrögðin þau sömu hjá henni “vá” – en bætti svo við spurningunni “Ísold, Rósa?”  – en var þá búin að tengja þarna á mili háu trjánna og frænkna sinna. –  (en þessi saga er úrúrdúr,  en gaman frá að segja).

Og já, vá trén eru sums staðar tignarleg og grasið er víða grænt og þarf ekki að leita langt yfir skammt til að sjá það.

Eftir því lengra sem við horfum í burtu þess fjarlægari verðum við okkur og upplifum að við höfum EKKERT.

Við sjáum ekki fullan fataskáp heldur tóman.

Tíu, tuttugu, þrjátíu …. pör af skóm, en samt “vantar” okkur skó? ..

Bráðvantar kannski?

Hvað er það?

Ég hef áður skrifað um ytri og innri markmið, – í stuttu máli þýðir það að ef innri markmiðum eða lífsfylling er ekki fyrir hendi náum við aldrei sátt við ytri.  Þegar við höfum eignast eitt, verður það skammgóður vermir og við þurfum meira.

Fullnægjan fæst ekki, því innri friður og sátt er ekki fyrir hendi og við túlkum það og misskiljum að okkur vanti meira hið ytra, þurfum meira dót, komast lengra í burtu í ferðalag o.s.frv. –  Ef, þegar og þarna verðum við glöð,  í stað  NÚ.

Sumir reyna að fylla á tómu tilfinningarnar með materíalískum hlutum, aðrir með mat, áfengi, vinnu o.s.frv. –

Í stað þess að fara í gegnum tilfinningarnar,  láta þær koma og flæða yfir, – hugleiða um stund til að koma sér í jafnvægi er hlaupið af stað.  Burtu frá sjálfri/sjálfum sér. –

Ég bara “VERД að eignast þessa skó, þennan kjól o.s.frv. –  …

Einn af kostunum við að komast í jafnvægi er að ná sátt og út frá sáttinni komumst við síðan á þann stað að þurfa ekki að borða til að flýja eða deyfa,  þar af leiðir að við förum að passa í fötin sem voru orðin of þröng og BINGÓ .. fleira um að velja í fataskápnum. –

En kannski dugar það ekkert, – því að við höfum EKKERT til að fara í ef okkur líður þannig.  Stundum getur þetta ekkert verið að við vorum í kjólnum á árshátíðinni í fyrra og getum ekki verið í honum aftur, – hann verður því næstum einnota.

Prinsessan sem átti 365 kjóla er einmitt dæmisaga um þetta, prinsessan þurfti að fá nýjan kjól og hverjum degi, en eldabuskan var alltaf í sama kjólnum og glöð með sitt. –

Auðvitað höfum við gaman af fallegum fötum og fallegum hlutum, – það hef ég líka, en þegar upp er staðið er það auðvitað hvernig okkur líður að innan sem skiptir máli, hvort við geislum og gefum frá okkur.

Við getum svolítið breytt um viðhorf,  aðeins með því að prófa að opna fataskápinn og segja – “ég hef svo mikið til að fara í”  ..

Eða bara opna augun og átta okkur á fjársjóðnum hið innra – uppsprettunni sem er til staðar fyrir okkur og segja eins og litla tveggja ára EVA:

“VÁ!” …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s