Sam-skaparar

„Hin nýja kona og hinn nýi karl eru félagar í andlegum þroska.  Þau vilja fara í ferðalagið saman.  Ást þeirra og traust heldur þeim saman. Innsæi þeirra vísar þeim veginn.  Þau ráðfæra sig við hvort annað.  Þau eru vinir.  Þau hlæja mikið.  Þau eru jafningjar. 
Eftirfarandi er samband andlegra félaga:  samband milli jafningja þar sem tilgangur er andlegur þroski.“  –  Gary Zukav

„Co-creators er orð sem Esther Hicks notar mikið.  Eða samsköpun ef ég þýði það beint.  Öll erum við sköpuð til að skapa, hvert og eitt,  saman erum við samskaparar.  Reyndar segir Esther að allt sé nú þegar skapað,  en mikilvægi okkar sé að hindra það ekki að sköpunin nái fram að ganga.  Sköpunin liggur eflaust í þroskanum,  m.a. að þroska andann sem okkur er gefinn.

Það velkist eflaust enginn í vafa um mikilvægi jöfnuðar manna á milli og hvað þá í sambandi para eða hjóna.  Ójafnvægi í sambandi þar sem annar aðili er, eða telur sig meiri/minni hinum er ein af orsökum þess að samband verður ekki farsælt.  Jafnvægi og það að þroskast saman, deila með hinu er því virkilega mikilvægt.  Heiðarleiki, traust og virðing – og ekki síst sjálfsvirðing.

„Saman skuluð þið verða, þegar hvítir vængir dauðans leggjast yfir daga ykkar.

Já, saman skuluð þið verða jafnvel í þögulli minningu guðs.

En verið þó sjálfstæð í einingu ykkar, og látið vinda himinsins leika milli ykkar.

Elskið hvort annað, en látið ástina ekki verða að fjötrum.

Látið hana heldur verða síkvikan sæ milli ykkar sálarstranda.

Fyllið hvort annars bikar, en drekkið ekki af sömu skál.

Gefið hvort öðru brauð ykkar, en borðið ekki af sama hleifi.

Syngið og dansið saman og verið glöð, en leyfið hvort öðru að vera einu, eins og strengir fiðlunnar eru einir, þótt þeir leiki sama lag.

Gefið hvort öðru hjarta ykkar, en setjið það ekki í fangelsi.

Og standið saman, en ekki of nærri hvort öðru.

Því að það er bil á milli musterissúlnanna og eikin og kýprusviðurinn vaxa ekki hvort í annars skugga.“  Kahlil Gibran

 

 

 

 

 

Ef smellt er hér má lesa aðra grein á þessum nótum,  um að skapa saman.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s