Eða bara ég?
Ég veit ekki alveg prósentuhlutfallið, sumir segja að það séu 90% við sjálf sem hindrum það að við náum árangri! – Við sem erum svooo upptekin af því að vera fórnarlömb aðstæðna að við áttum okkur engan veginn á því hvað við erum að gera okkkur sjálfum! 😦
Af hverju, þegar við erum komin á gott skrið í ræktinni, andlegri-eða líkamlegri fellum við okkur sjálf eða gerum hreinlega hryðjuverkaárás?
1) Við höldum að við megum ekki eða eigum ekki að láta ljós okkar skína
2) Við förum að hlusta á niðurrifið í innri rödd „Hvað þykist ég vera?“ „Þú klikkar alltaf“ .. o.s.frv.
3) Við förum að hlusta á niðurrifið í ytri röddum „Hvað þykist þú vera?“ og samþykkja að við séum einskis virði.
4) Við teljum okkur ekki eiga neitt gott skilið, – hvað með alla hina sem ekki eru að blómstra? ..
5) Aðrir eru „guðir“ skoðana okkar (það er svipað og í 3).
6) Við treystum ekki lífinu til að taka á móti og við leyfum það ekki heldur. Þegar við erum að lyfta einhverju grettistaki, – en um leið og við förum að treysta og trúa þá tekur lífi við.
7) Við byggjum á gömlum mistökum og fullvissum okkur um að okkur muni mistakast einu sinni enn.
… o.fl.
Margt af þessu ofantöldu er algjörlega útrunnið „Out of date“ og í dag erum við NÝ, við erum að lifa núna en ekki þá, með fullt af nýjum hlutum sem við höfum lært. Skiptum út neikvæðni og dómhörku i eigin garð fyrir jákvæðni og uppbyggilegur tali o.s.frv. – Samþykkjum ekki úrtöluraddir – hvorki eigin né annarra. –
Þetta er mjög einfaldað hér að ofan, en svona er þetta í raun.
Trúa – sleppa – leyfa. Hin heilaga þrenna til að fara að ná árangri.
Það er þetta með vísuna sem er aldrei nógu oft kveðin, og já það þarf ekki heilu ljóðabálkana..