„Hí á mig“ …

Ég átti því miður þá óskemmtilegu reynslu nýlega að hlusta á ömmu hía á barnabarnið sitt, og ekki nóg með það, heldur einnig að hlusta á hana niðurlægja það ítrekað. –

Vegna starfs míns með fullorðnu fólki, vissi ég að þarna var verið að „forrita“ barnið þannig að í framtíðinni myndi það hía á sjálft sig. –

Einhvers staðar verður niðurrifið til.  Algengast er að það verði til í bernsku á fyrstu árunum,  og svo er því e.tv. viðhaldið bæði af barninu sjálfu og umhverfinu,  því að það liggur við að það standi á enninu á okkur,  þegar við erum særð, „híaðu á mig“  eða  „komdu illa fram við mig.“

Þegar sjálfstraustið er brotið niður,  þegar við fáum skammir, þegar við þörfnumst huggunar,  þegar okkur er sagt að þegja án útskýringa, þegar við þurfum að gráta en erum þögguð niður,  er verið að kenna okkur að virða ekki tilfinningar okkar, og þá um  leið að virða ekki okkur sjálf. –

Barnssálin er svo falleg,  fullorðna sálin er líka falleg.  Fólk er fallegt, en sálir sem fá vonda kennslu eða vonda forritun hegða sér sem vondar sálir.  Þær eru stundum vondar við aðra, en yfirleitt verstar sjálfum sér.

Þeim finnst þær ekki eiga neitt gott skilið,  þær eru ekki verðugar þess að vera elskaðar,  þær eru óöruggar með sjálfar sig og fara í þráhyggju gagnvart öðru fólki.  „Elskaðu mig“ .. kalla þær í hljóði,  ég skal gera allt til að geðjast þér ef þú bara elskar mig! ..  Þær fórna sjálfsvirðingunni,  þær leggjast flatar sem dyramottur og segja „gangtu á mér – en elskaðu mig, og ekki yfirgefa mig“ ..

Þörfin fyrir að tilheyra einhverjum, og vera elskuð er svo sterk, að það er betra að þóknast kvalara sínum, heldur en að vera einn. –

Og ef og þegar kvalaranum er sleppt,  þá sitja sálirnar uppi með sjálfar sig og halda áfram að kvelja sig, því það er það sem er búið að læra.

Þær halda fast í skömmina, halda fast í óttann, halda fast í það sem lært er – því þar er öryggið og það þekkja þær. –

Aftur og aftur og aftur hlusta ég á fólk hía á sjálft sig. – Mig langar að taka í axlirnar á því og segja „hættu þessu“ ..  alveg eins og mig langar að klaga ömmuna sem niðurlægir barnabarnið eða hvern sem er að misbjóða barni,  þá langar mig að klaga persónuna sem misbýður sjálfri sér eða er í sjálfsniðurbroti. – Persónuna sem stundar sjálfskaðandi hegðun.

En hvert á ég að klaga? –

Elsku þú, – viltu gera það fyrir þig og fyrir okkur öll  að fara að elska þig og virða, veita þér athygli, hætta dómhörkunni í eigin garð,  þakka þér fyrir það sem þú hefur gert vel og að þú skulir þrátt fyrir allt vera komin/n þangað sem þú ert í dag? –   Getur þú fyrirgefið þér? –

Ég ætla ekki að gefast upp á þér,  ekki þú gefast upp á þér.

Hlustaðu á lagið ÁST og syngdu það til ÞÍN ..

„Ég fæddist til ljóssins og lífsins er lærði ég að unna þér, og ást mín fær ekki fölnað fyrr en með sjálfri mér“…..

Þegar þú ert orðin fær um að elska sjálfa/n þig ertu fær um að elska aðra ..   ekki út frá skorti heldur út frá fullnægju. –    Vegna þess að þú ert einlæglega elsku verð/ur …og þú ert fullkomin/n í ófullkomleika þínum og sátt við þig eins og þú ert .. og veist að þú ert falleg sál. –

Hættu því að hía á þig, Guð grætur þegar að börnin hans virða ekki það sem hann hefur skapað. –   Við erum sköpuð í Guðs mynd, þegar þú misbýður sjálfum/sjálfri þér ertu að misbjóða Guði. – Að elska Guð er að elska sjálfa/n sig og að þekkja sjálfa/n sig er að þekkja Guð.  Að virða sjálfa/n sig er að virða Guð og virða sköpunarverkið. –  Ekki gera annað fólk að Guði skoðana þinna, fólkið sem kunni ekki betur, eða kenndi þér vont.  Fólki sem í mörgum tilfellum vildi þér vel og hélt það væri að ala þig upp, en var að beita ofbeldi í stað uppeldis.

Slepptu þessu fólki með því að fyrirgefa þeim vankunnáttuna, – slepptu öllu því sem elur á skömm og sektarkennd þinni, því að hún er þér ekki til framdráttar. –

Fyrirgefðu þér og elskaðu þig.

púnktur! ..

Ein hugrenning um “„Hí á mig“ …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s