Viltu taka á móti? …

 

Mér finnst svo magnað að sjá svona útréttan lófa, – tilbúinn að taka á móti því góða sem verður á vegi hans. –

Við göngum nefnilega svo oft um með kreppta hnefa, og ekki nóg með það við ríghöldum svo í ósýnilega hlekki sem tengdir eru í verstu óvinina, skömm og ótta, sem ég myndi kannski stilla upp sem Karíus og Baktus væri ég að kenna börnum. –  

Karíus og Baktus biðja um síróp og sykur og hata tannburstann. –  Það er vegna þess að þeir ná að vaxa í sætindunum og stækka, og vegna þess að burstinn burstar þau burtu.

Skömm og ótti biðja að sama skapi um það sem nærir, og vilja enga tannburstun. –

Lesendur geta svo spunnið þetta áfram ef þeir vilja, en það sem ég vil vekja athygli á í þessari grein er að ef við erum með krepptan lófann að dragnast með ótta og skömm – þá er svo erfitt að taka á móti því góða.

Það þarf að opna lófann og sleppa takinu, gera þetta symbólískt,  – skora á þig að prófa þetta látbragð, að opna lófann og sleppa. SLEPPA með stórum stöfum.  SLEPPA skömm, samviskubiti, sektarkennd og ótta við að vera ekki nóg, mistakast eða vera ekki nógu fullkomin/n, mjó/r, dugleg/ur o.s.frv. – og svo það sem er hið versta  – að óttast það að vera ekki elsku verð/ur. –  Óttast það að verða útundan og mega ekki tilheyra. 

Óttinn er byggður á viðbrögðum annarra við þér, – en þá er það ekki þitt vandamál í raun heldur þeirra. –  Það er örmagnandi að reyna að vera annað en við erum í raun, það er eins og að vera launalaus leikari lífsins.  Alltaf í hlutverki og það hlutverki sem við höldum að öðrum líki. 

Gerðu það sem ÞÉR finnst gaman og lætur ÞÉR líða vel og sjáðu bara hvort að hinir fylgi ekki á eftir? –   

Opnaðu faðminn og taktu á móti, opnaðu lófann, SLEPPTU því sem þarf að sleppa og TRÚÐU að þegar þú sleppir þá myndist pláss fyrir andhverfu óttans og skammarinnar, –  ELSKU OG SÁTT. –

SLEPPTU TAKINU Á ÞVÍ SEM HELDUR AFTUR AF ÞÉR OG HINDRAR ÞIG,   GEFÐU HINU GÓÐA RÝMI OG  …..

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s