Átta leiðir til að átta sig á tilfinningakúgun …

Eftirfarandi er endursögn á greininni:

Eight Ways to Spot Emotional Manipulation“ – grein eftir Fiona McColl.

Ég lenti í vandræðum með þýðingu á „Emotional manipulation“ – því það er eins og við vitum lúmsk stjórnun, eða kúgun en samt ekki neitt gott íslenskt orð til yfir það.  „Emotional Manipulation“  er einhvers konar stjórnun þar sem togað er í ýmsa tilfinningastrengi til að fá sínum vilja framgengt og til þess notaðar alls konar aðferðir,  sem eru yfirleitt duldar, og því mikilvægt að gera sér grein fyrir aðferðafræði þeirra sem beita slíkri stjórnun.  Það er eflaust brot af þessari persónu í okkur öllum, – alltaf gott að líta í eigin barm þegar við erum að greina svona,  en líka auðvitað á umhverfið og átta okkur á því hvort að einhver er að toga í okkur til að stjórna og hvort við séum þá meðvirk með viðkomandi og ölum á „sjórnunarhæfileikunum!“

Hér er greinin:

  1. Það er tilgangslaust að reyna að vera einlægur við tilfinningakúgara.  Öllu er snúið upp á þig.  Þú segir t.d. „ég er mjög sár að þú skyldir gleyma afmælisdeginum mínum. Svar: – „Ég er mjög sár að þú skulir halda að ég hafi gleymt afmælisdeginum þínum,  ég hefði auðvitað átt að segja þér hvað ég er að ganga í gegnum þessa dagana – en ég vil ekki íþyngja þér.  En þú hefur rétt fyrir þér,  ég hefði átt að bíta á jaxlinn, setja sársauka minn til hliðar (og þarna koma jafnvel tár) og setja fókusinn á afmælið þitt. „Fyrirgefðu“  – Jafnvel þó þú sért að hlusta á þessi orð, færðu óþægindatilfinningu (creepy feeling)  sem þér finnst viðkomandi alls ekki vera að meina að honum/henni þyki þetta leiðinlegt, en þar sem þeir eru búnir að segja þetta ertu skilin/n eftir tóm/ur og getur ekkert sagt.  Annað hvort það eða þér finnst þú vera farin að gæta að ÞEIRRA vanlíðan!!!  Undir öllum kringumstæðum, ef þú upplifir að þessum „öngli“ sé kastað- ekki gleypa hann.  Ekki fara að taka þetta á þig og ekki taka við afsökun sem þú upplifir sem óheiðarlega. (Feels like bullshit).  Ef þú upplifir hana þannig, þá er hún þannig.  Regla númer eitt – ef þú ert að eiga við tilfinningakúgara treystu á innsæi þitt.  Treystu á skynjun þína.  Um leið og kúgarinni nær árangri – gengur hann á lagið og reynir meira.
  2. Tilfinningakúgari er fús til að hjálpa.  Ef þú biður þá um að gera eitthvað samþykkja þeir yfirleitt strax- það er EF þeir voru ekki búnir að bjóðast til þess áður.   Síðan þegar þú segir „Ok – takk“  fara þeir að stynja ógurlega, eða tjá það með einum eða öðrum hætti án þess að segja það upphátt,  að þeir vilji í raun ekki aðstoða þig. Þegar þú segir að það virðist ekki vera að þeir vilji aðstoða -munu þeir snúa því við og segja að AUÐVITAÐ hafi þeir viljað hjálpa og hversu ósanngjarn getir þú eiginlega verið.    Þetta er eitt form „Crazy making“  eða að láta þig líta út fyrir að vera klikk, en tilfinningakúgarar eru góðir í því. Regla númer tvö – ef að tilfinningakúgari segir JÁ – láttu þá standa við það.  Láttu sem þú sjáir ekki svipbrigðin né stunurnar,  og ef þeir vilja ekki gera hlutina láttu þá segja þér það hreint út – eða settu bara á þig Ipod með góðri tónlist, skildu þá eftir með leikritið og farðu í bað.
  3. „Crazy making“  – að segja einn hlut og fullvissa þig svo um að þeir sögðu það ekki.  Ef þú ert í sambandi þar sem þér finnst þú þurfa a skrifa niður það sem sagt er þar sem þú ert farin/n að efast um eigin geðheilsu,  ertu að upplifa tilfinningakúgun.  Tilfinningakúgari er meistari í að snúa hlutunum á hvolf og útskýra hlutina í burtu.  Þeir geta verið svo útsmognir að þú getur setið og horft á svart en þeir kalla það hvítt, og þeir færa svo góð rök fyrir því að þú ert farin að efast um eigin skynjun.  Svart verður hvítt. VIÐVÖRUN: Tilfinningakúgun er MJÖG hættuleg. Það er mjög truflandi fyrir tilfinningakúgara að þú skrifir niður á meðan þið talið saman.  Segðu bara að þú sért orðin svo gleymin/n þessa dagana að þú þurfir að punkta hjá þér.   Ef þú ert farin/n að þurfa að gera þetta þarftu að vísu að gera þér grein fyrir að þú þarft að fara að koma þér úr skaðlegum aðstæðum.
  4. Sektarkennd.  Tilfinningakúgarar eru meistarar að koma inn hjá þér sektarkennd.  Þeim tekst að láta þig fá samviskubit að tala og samviskubit yfir að tala ekki.  Yfir því að vera of mikil tilfinningavera eða ekki nógu mikil tilfinningavera,  yfir því að vera of gjafmildur eða ekki gefa nógu mikið.  Allt kemur til greina.  Tilfinningakúgarar segja sjaldan hvaða þarfir þeir hafa eða langanir – þeir fá það sem þeir þurfa eða langar í gegnum tilfinningastjórnun.  Flest okkar höfum hæfileika til að minnka sektarkenndina sem þeir reyna að troða inn en ekki öll.  Önnur öflug tilfinning sem er notuð er vorkunn.  Tilfinningakúgari er yfirleitt mjög mikið fórnarlamb og lætur alla vita.   Þeir ýkja vandamál sín og láta sem flesta vita, svo hægt sé að næra og hugsa um þá.  Þeir berjast sjaldan eigin baráttu, en fá aðra til að vinna skítverkin fyrir sig.  Það klikkaða er að þegar þú gerir það fyrir þá (sem þeir biðja aldrei beint um) snúa þeir sér að þér og segjast alls ekki hafa ætlast til þess að þú gerðir nokkurn skapaðan hlut!   Reyndu að berjast ekki baráttu annarra, eða hreinsa upp þeirra skít.  Segðu frekar „Ég hef fulla trú á því að þú náir þessu upp á eigin spítur“ – tékkaðu á viðbrögðunum og taktu eftir hvaða „bull“ kemur – enn og aftur.
  5. Tilfinningakúgarar berjast óheiðalega.  Þeir koma ekki hreint fram.  Þeir munu fara á bak við þig og að lokum koma öðrum í þá aðstöðu að segja þér það sem þeir myndu ekki segja við þig sjálfir.  Þeir eru „passive aggressive“- sem þýðir að þeir finna „fjallabaksleiðir“ til að láta þig vita að þeir eru ekki ánægðir.  Þeir segja það sem þeir telja að þú viljir heyra, en gera alls konar hluti í kring til að gera lítið úr því.  Dæmi: „Auðvitað vil ég að þú farir aftur í skólann elskan og þú veist að ég mun styðja þig.  Síðan, á prófkvöldi, þegr börnin eru grátandi, sjónvarpið á fullu og þarf að fara út að ganga með hundinn situr herra eða frú „elskuleg/ur“ á rassinum og horfir á þig skilningvana augum.  Ef þú kvartar yfir því að fá ekki stuðninginn sem var lofað færðu svar eins og „Þú heldur varla að veröldin stoppi þó þú sért að fara í próf elskan?“  Öskraðu, grenjaðu eða kyrktu viðkomandi – aðeins hið síðastnefnda mun hafa langtímaáhrif,  en það mun líklegast koma þér undir lás og slá!
  6. Ef þú ert með hausverk er tilfinningakúgari með heilaæxli!  Hversu slæmt sem þú hefur það – þá hefur sá sem er tilfinningakúgari upplifað það líka eða er þar núna, en samt 10 sinnum verra hjá honum.  Það er erfitt, eftir einhvern tíma að upplifa tilfinningatengsl við tilfinningakúgara vegna þess að þeir hafa lag á því að endurhanna samræður og snúa sviðsljósinu á sjálfa sig.  Ef þú segir það við þá,  verða þeir líklegast mjög særðir og kalla þig eigingjarna/n – eða segja að það sért þú sem þurfir alltaf að fá athyglina. Jafnvel þó þú vitir að svo sé ekki, ekki reyna að afsanna það því það er óyfirstíganlegt verkefni.  Ekki hafa fyrir því – treystu á innsæi þitt og gakktu burt.
  7. Tilfinningakúgarar hafa hæfileikann til að hafa áhrif á andrúmsloftið allt í kringum þá.   Ef að tilfinningakúgari er leiður eða reiður verður herbergið fullt af þeirri orku –  það vekur viðbrögð hjá þeim sem eru í herberginu, og allir fara að reyna að gleðja, geðjast eða þóknast viðkomandi –  laga það sem er að hjá þeim.  Haltu þig við svona týpu í einhvern tíma og þú munt verða svo meðvirk-ur að þú munt gleyma að þú nokkurn tímann hafðir þarfir  svo ekki sé talað um að þú hafir alveg jafnan rétt á að fá þörfum þínum mætt eins og öðrum. –
  8. Tilfinningakúgarar taka enga ábyrgð.  Þeir taka ekki ábyrgð á sjálfum sér né hegðun sinni. –  Það snýst allt um hvað aðrir „gerðu þeim“  Ein af einföldustu leiðum til að átta sig á tilfinningakúgara er að þeir stofna til náins sambands með því að  deila snemma mjög persónulegum upplýsingum sem eru venjulega í þeim anda að „að-krækja-í-þig-og-láta-þig-vorkenna-sér“  Í upphafi finnst þér þessi persóna vera mjög næm, tilfinningalega opin og e.t.v. örlítið berskjölduð.  Trúðu mér – að tilfinningakúgari er álíka berskjaldaður og Pit Bull með hundaæði og það mun alltaf vera einhver krísa sem þarf að komast yfir.

Þannig hljómaði nú þetta – ekki beint uppbyggilegt – en ágætt að þekkja merkin.

3 hugrenningar um “Átta leiðir til að átta sig á tilfinningakúgun …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s