Hópur fyrir þig? …

Mig langar að brydda upp á svolitlu nýju, – þetta er eflaust til annars staðar líka,  en í starfi mínu sem leiðtogi í hópavinnu,  þar sem ca. 5 – 10 aðilar deila með sér tilfinningum, upplifunum, sigrum og sorgum,  kemur alltaf á einhverjum tímapunkti þessi setning:

„Gott að finna að ég er ekki ein/n“ ..    og þá í merkingunni,  að við séum ekki þau einu sem erum að ganga í gegnum ákveðna hluti, við erum kannski bara með sömu vandamál, sömu hugsanir, tilfinningar og fullt af öðru fólki.

Í hópavinnu speglum við okkur í náunganum þannig að við lærum líka um okkur sjálf.

Í gærkvöldi var ég með örnámskeið um meðvirkni og bauð upp á hópavinnu einu sinni í viku í framhaldi.  Tvær konur komu langt að og treystu sér ekki til að keyra.  Sjálf þarf ég að keyra til Reykjavíkur frá Hvanneyri til að mæta og leiða hópa og námskeið. –   Þá fékk ég þá hugmynd að búa til nethópa og minnka ferðalögin,  þó að alltaf sé best að hittast „Live“ og svona hópahittingur á neti gæti vissulega endað í slíku, t.d. góðu helgarnámskeiði.  En málið er að búa til hópa á Facebook,  leynihópa,  sem þýðir að aðeins þeir sem eru í hópnum sjá hvað þar fer fram og vita af tilvist hans.

Hugmynd er ekkert merkileg án framkvæmdar,  svo nú verður farið af stað 😉 ..

Þetta virkar þannig að þeir sem eru í hópnum geta sett inn spurningar, reynslusögur og rabbað saman,   en ég er leiðbeinandi, og mun leitast við að svara eða koma með leiðsögn (ef svara er þörf) öllu innan sólarhrings frá fyrirspurn, læt vita ef það tefst.   Ég get sett inn pistla sem varða það efni sem verið er að ræða o.s.frv.

Ef þú vilt koma í svona hóp, með mig sem leiðbeinanda  þá borgar þú 1000.- krónur á mánuði  leggur inn á reikning 0303-26-189  kt. 211161-7019  sendir þú mér póst á johanna.magnusdottir@gmail.com um að þú sért búin/n að greiða og í hvaða grúppu þú vilt koma og ég set þig inn.

p.s. þú þarft að „adda“ mér á Facebook 😉

Hópur  1.   30 ára og eldri

Hópur 2.  18 – 30  ára

Hópur 3.   Skilnaður (karlar)

Hópur 4.  Skilnaður (konur)

Grúppa 5.  Tilfinningar og offita

Í þessum grúppum er hægt að ræða allt milli himins og jarðar, sem tengist manneskjunni,  andleg líðan, líkamleg líðan, kvíði, stress, óhamingja, félagsfælni, geð og   Þetta er tilraun til að finna úrræði og gæti tengt fólk saman.

Sendu mér líka póst ef þú sérð hugmynd að grúppu! 😉

Ath!  Í hópunum gilda sömu reglur og við værum að hittast.  Þ.e.a.s. trúnaður og heiðarleiki um það sem talað er.   Þegar þú ert komin/n í grúppu setur þú inn kveðju og segir í nokkrum línum eftir hverju þú leitar og hvað þú ert almennt það sem þú ert að glíma við.  Þú getur líka sent mér það ítarlegra prívat. 

Vonandi komumst við saman að kjarnanum!

 

 

 

 

 

Þið megið gjarnan dreifa þessu fyrir mig – ef þið þekkið einhvern sem gæti þurft á úrræði að halda. –  Þetta á vafalaust eftir að þróast.

Ég á facebook:  http://www.facebook.com/johanna.magnusdottir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s