Nýr hugvekju – og hugleiðsludiskur …

Allir eiga sér drauma – mínir draumar ganga m.a. út á það að starfa við að hjálpa fólki til sjálfshjálpar.  Ég held að lesendur séu búnir að fatta það að pistlarnir mínir eru skrifaðir út frá eigin pælingum um lífið og tilveruna, spurningum sem vakna innra með mér og þeir eru skrif mín auðvitað hluti af eigin sjálfshálp, en auðvitað er ég himinlifandi glöð þegar ég fæ að vita að eitthvað hefur hitt í mark, og styður þann sem les. 😉

Ég gerði hugleiðsludisk nýlega, – og brenndi heima og seldi.  Og nú ætla ég að gerast „pró“ og gefa út disk með fjórum hugvekjum út frá æðruleysisbæninni,  efnið verður út frá æðruleysi, sátt, kjark og visku og hverri hugvekju fylgir ein hugleiðsla út frá efninu. –

Diskurinn kemur væntanlega út í byrjun desember í síðasta lagi.  Verðið verður eins og á venjulegum diskum,  eflaust 2.499.- eða hvað það er nú sem svona kostar. –  Ágætis jólagjöf vonandi.

Þau sem panta fyrirfram (fyrir 21. nóvember)  fá diskinn á 1700.- krónur, – sendið mér bara tölvupóst johanna.magnusdottir@gmail.com –   Ég mun taka niður nöfn og heimilisfang og diskurinn verður annað hvort sendur í pósti eða keyrður út.

Diskurinn er byggður upp eins og námskeið sem ég hef haldið,  en væntanlega þekkja flestir æðruleysisbænina:

Guð – gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,

kjark til að breyta því sem ég get breytt
og visku til að greina þar á milli.“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s