Að lifa af heilu hjarta – hvað er það?

Að lifa af heilu hjarta

Dr. Brené Brown er ein af þeim sem ég hlusta mikið á.   Hún er m.a. höfundur bókarinnar

“The Gifts of Imperfection: Let Go of Who You Think You’re Supposed to Be; Embrace Who You Are.”

Brené talar um ótta okkar við að vera ekki nógu góð, ekki nógu fylltu-inn-í eyðuna -___________  (mjó, rík, áhugaverð, skemmtileg, gáfuð).   Til þess að geta verið í djúpum og  einlægum samskiptum við aðra, verðum við að leyfa öðrum að sjá hver við erum en ekki vera í hlutverkum eða með grímu.

Rannsóknir Brené leiða m.a. í ljós að til þess að hafa þessa dýpt í samskiptum og í samböndum,  verðum við að trúa að við séum virði þess að vera elskuð,  virði þess að tilheyra öðrum.

Fólkið sem trúir að það sé elsku vert og það að tilheyra NÚNA, án skilyrða eða forsenda,  ekki eftir eftir einhvern x tíma eða eftir að það verður nógu _______ (mjótt, ríkt, áhugavert, skemmtilegt, gáfað o.s.frv.)  Það er fólkið sem hún kallar fólkið sem lifir af heilu hjarta.

Fólk sem lifir af heilu hjarta:

– Upplifir djúpa tilfinningu fyrir innra verðmæti

– Er nógu hugrakkt til að vera ófullkomið og hvorki felur galla sína né flýr þá.

– Hefur samhygð með sjálfu sér til að vera gott við sjálft sig fyrst (súrefnisgríman á sjálfan sig fyrst til að hjálpa barni).

– Upplifir dýpt í tengslum við aðra sem kemur með því að sleppa tökum á því sem það heldur að það EIGI að vera, svo það geti verið það sem það er.

– Sættir sig við berskjöldunina.  Það sem gerir þau berskjölduð gerir þau aðlaðandi.

–  Er tilbúið að segja „Ég elska þig“ fyrst eða reyna sig í sambandi sem gæti jafnvel ekki gengið,  að gera hluti án öryggisnets.

Kjarninn í boðskap Brene:  Til að tengjast,  verðum við að taka áhættu. Við verðum að vilja berskjalda okkur og hafa hugrekki og samhygð með sjálfum okkur  til að trúa að við séum NÓG,  að við séum verðmæt,  að við tilheyrum,  og síðan getum við gefið til annarra. 

Þegar bikar okkar er barmafullur,  höfum við af nógu að gefa.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s