ÞÚ …

Eitt af því sem getur orsakað særindi í lífinu er að gleyma eða týna sjálfum/sjálfri sér við það að elska aðra manneskju of mikið,  og gleyma að þú ert líka einstök manneskja.

Manstu hvenær einhver sagði við þig að hann eða hún elskaði þig nákvæmlega eins og þú ert, og að hvernig þú hugsar og hvernig þér líður skipti hann eða hana máli?

Manstu hvenær einhver sagði við þig að þú hefðir staðið þig vel,  eða bauð þér á einhvern stað,  bara vegna þess að honum eða henni leið vel að þú værir á staðnum?

Manstu hvenær þessi „einhver“ varst ÞÚ?

Hvenær ertu svo  ÞÚ?

Það er lýjandi að vera með grímu og leika hlutverk. Að þykjast er þreytandi. Að reyna að passa inn í einhverja hugmynd annarra um þig sjálfa/n er fíflagangur.
Það er miklu sniðugara að vera maður sjálfur – með kostum og göllum. Taka niður grímuna og hætta að afsaka hver þú ert í raun og veru. Mundu að fegurðin liggur í ófullkomleikanum. Við tengjumst í ófullkomleikanum.  Það er betra að vera rugludallurinn þú, en að taka þátt í ruglinu að reyna að vera eins og allir aðrir. 😉
VERTU ÞÚ …
„Hvort er meiri áhætta?  Að sleppa því sem fólk hugsar – eða að sleppa því hvernig mér líður,  hvernig ég trúi og hver ég er?“  (Brené Brown)
 ….“Láttu það flakka, dansaðu í vindinum, faðmaðu heiminn,  elskaðu ….Farðu alla leið“ …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s