Ekki viss …

Það kom einu sinni til mín kona sem var ákveðin í því að skilja við manninn sinn,  hann var ómögulegur,  gaf henni aldrei viðurkenningu,  blóm né hrós o.s.frv. … þið þekkið væntanlega dæmið. –

Það sem ég ráðlagði konunni að hætta að stilla fókusinn á manninn og stilla hann inn á við.   Veita sjálfri sér viðurkenningu,  kaupa sér blóm,  nú eða kaupa blóm handa manninum og þakka sjálfri sér þegar hún væri búin að standa sig,  nú eða bara þakka hið góða í fari eiginmannsins og veita því athygli.  (Það sem þú veitir athygli vex).

Hún ákvað að „salta“ skilnaðinn um sex mánuði,   setti sér dag þar sem hún ákvað að endurskoða ákvörðun sína.   Hún gerði allt það sem henni var sett fyrir,  skrifaði „þakklætisdagbók“ – þar sem hún skráði niður 3 hluti daglega sem hún var þakklát fyrir.  TJÁÐI sig um tilfinningar sínar og felldi hlutverkagrímurnar.   Hún hugsaði vel um sig og líkama sinn,  sagði hvað hún vildi og hvers hún þarfnaðist,  lét manninn sinn líka vita (hann þurfti ekki að „fatta“ það eða vera hugsanalesari)  fór að elska sig í tætlur,   það liðu færri en sex mánuðir og konan kom björt og brosandi í viðtal:

„Ég er orðin ástfangin af manninum m´num aftur!“ ..

Auðvitað dugar ekkert að hlusta bara á ráðin eða lesa stafla af sjálfshjálparbókum.  Það er eins og að mæta í ræktina og horfa á tækin,  jú vita að þau eru til en ekki nota þau.   Það er hægt að plata einhverja jú, „ég var sko í ræktinni“ …  það er ekki lygi,  ekki frekar en „ég las bókina“ ..  en ef að tækin eru ekki notuð eru þau gagnslaus.

Lífið er eins og slönguspil,  „snakes and ladders“ .. það eru slöngur sem setja okkur niður og svo eru það stigar sem hífa okkur upp.  Ef við erum tapsár þá förum við í fýlu í hvert skipti sem við förum niður,  en ef við erum í þessu sem leik, sem ævintýri – þá,  þegar við hröpum niður,  dustum við af okkur rykið og höldum áfram.

Okkar er valið,  – eymd er vissulega einn valkosturinn.

En komum nú aftur að konunni sem vildi skilja,  hennar mál  hefðu getað farið á annan veg.  Hún hefði getað haldið áfram í sama fari og áður og lifað „unhappily ever after“ .. losað við sig manninn en setið uppi með sjálfa sig óbreytta (eða vonandi farið að vinna að breyttum farvegi eftir skilnað).   Í hennar tilviki breyttist viðhorf mannsins til hennar þegar hún fór að sjálf að bera virðingu fyrir eigin þörfum og löngunum,  tjáði sig heiðarlega og naut sín.   Það fer ekki alltaf svoleiðis.  Stundum virkar svona sjálfsvinna þannig að hinn aðilinn fer dýpra í sína skel,  er enn fastari í lokuðum ham sínum og þá myndi sá/sú sem hefur unnið heimavinnuna sína vera vissari hvað hann/hún vildi og hvað hann/hún léti bjóða sér.  Hann/hún væri búin að gera sitt,  og þyrfti að taka ákvörðun um eigið líf og spyrja – kannski að sex mánuðum liðnum:

„Hvað vil ég?“ …

Vegurinn liggur annað hvort saman eða í sundur,  en við losnum við óvissuna og kyrrstöðuna sem er vond.  Lífð er á hreyfingu.

Kynið í þessari frásögn skiptir ekki öllu máli,  þetta hefði alveg eins getað verið karlmaður sem væri að vinna sína „heimavinnu“  en ætti konu sem hann hefði ætlað að skilja við.  (Athugið að skilnaður er oft hafinn löngu áður en hinn eiginlegi skilnaður er yrtur upphátt).

Málið er að byrja hjá okkur sjálfum,  skoða hvað það er sem við erum að gera til að láta hjónaband eða samband ganga,  hvort að við erum heil eða heiðarleg í sambandinu,  hvort að við erum að leita í fíknir til að forðast tilfinningar,  fíkn þá í formi matar,  vinnu,  annarrar manneskju,  áfengis, lyfja o.s.frv…

Kannski erum við að flýja sjálf okkur en kennum makanum um? –

Við verðum að vera heil sjálf til að hafa sambandið heilt.  Þegar við erum orðin heil þá pössum við illa við brotna manneskju.

Það að vera eitt,  er ekki að að vera tveir hálfir,  heldur að vera tvö heil sem verða eitt.    Við verðum ekki eitt tré – heldur tvö HEIL sem tengjast.

"Standið saman, en ekki of nærri hvort öðru," segir spámaðurinn. "Því að það er bil á milli musterissúlnanna og eikin og kýprusviðurinn vaxa ekki hvort í annars skugga."

„Standið saman, en ekki of nærri hvort öðru,“ segir spámaðurinn. „Því að það er bil á milli musterissúlnanna og eikin og kýprusviðurinn vaxa ekki hvort í annars skugga.“
Gjöf gefin af skyldurækni eða til að þóknast eða geðjast dyntum þýðir ekki að þar sé aðdáun og ást að baki.
Þið eruð gjöf hvers annars,  hvernig þið komið fram, talið saman, virðið og elskið.
Ástin verður aldrei mæld í blómum, gulli né demöntum.  Veraldlegar gjafir eru bara bónus, og forsendur fyrir gjöfunum skipta öllu máli,  meira en gjöfin sjálf.
Ekki viljum við vera eins og blómið í Hryllingsbúðinni sem söng:
„Gef mér“ … og varð aldrei fullnægt …
Eftirfarandi videó er með betri gjöfum sem ég hef fengið.
TAKK 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s