Ljóð um meðvirkni – sem ég leyfði mér að þýða yfir á íslensku (eins vel og ég kann), því ég kolféll fyrir ljóðinu.
Ljóðið heitir: „Comes the Dawn“ og er eftir Veronica Shorffstall.
Kannski hægt að kalla það sama nafni og annað ljóð sem margir þekkja, eða:
Líður að dögun …
Skref fyrir skref lærir þú þessi lævísu skil
milli þess að halda í hendi og hefta sál,
og þú lærir að ást þýðir ekki undirgefni
og að félagsskapur þýðir ekki öryggi,
og þú ferð að skilja að kossar eru ekki samningar
og gjafir ekki loforð.
Og þú ferð að viðurkenna ósigra þína
með höfuðið hátt og augun opin,
þú lærir að byggja þér brautir
á deginum í dag vegna þess að grunnur morgundagsins
á deginum í dag vegna þess að grunnur morgundagsins
er of ótryggur fyrir plön, og framtíðir hafa
tilhneygingu til að bregðast í miðju flugi.
Eftir nokkurn tíma lærir þú að jafnvel sólin
Eftir nokkurn tíma lærir þú að jafnvel sólin
brennir ef þú færð of mikið af henni.
Því ræktar þú þinn eigin garð og skreytir
Því ræktar þú þinn eigin garð og skreytir
þína eigin sál í stað þess að bíða
eftir að einhver færi þér blóm.og þú lærir að þú hefur þol
eftir að einhver færi þér blóm.og þú lærir að þú hefur þol
að þú ert raunverulega sterk
og þú ert virkilega verðmæt
og þú lærir og lærir …. og þú lærir
þú lærir í hvert skipti sem þú kveður.
Orginal texti/ljóð: smellið HÉR
Flott ljóð og gaman að sjá það þýtt yfir á íslensku