Ert þú „Enabler“ .. „viðhaldari?“ ..

Læknisfræðileg útskýring á „Enabler“ ..

: one that enables another to achieve an end; especially : one who enables another to persist in self-destructive behavior (as substance abuse) by providing excuses or by helping that individual avoid the consequences of such behavior.“ –
Eða – einhver sem styður annan einstakling við að viðhalda sjálfseyðandi hegðun,  eins og vímuefnanotkun,  með því að finna afsakanir eða að forða einstaklingnum við afleiðingum af slíkri hegðun.
Það má síðan heimfæra þetta upp á margt annað,  þ.e.a.s. að ef við leyfum viðkomandi ekki að upplifa orsakir af hegðun sinni,  þá fær hann röng skilaboð.
Það er verið að ýta undir ranga hegðun og sjálfskaðandi hegðun et til vill.
Í meðferðargeiranum er talað um að fólk þurfi að ná botni til að fara að viðurkenna vanda sinn og leita sér hjálpar, – sá sem er alltaf að grípa inn í hindrar viðkomandi í að ná botninum og viðheldur því vandamálinu hjá þeim sjúka. –
Það þarf mikinn styrk til að grípa EKKI inn í – vegna þess að í raun vorkennum við viðkomandi svo mikið, – en það þýðir oft að við erum að hindra bata hans.  Þolum ekki að horfa upp á eymdina, bjargarleysið eða sjálfseyðinguna,  en með því að grípa inn í erum við því miður að viðhalda eymd, bjargarleysi eða sjálfseyðingu.
Já,  það er vandlifað!
Fann þessa ágætu mynd, sem á ágætlega við það sem við í Lausninni tölum um sem þroskaþjófnað, – þ.e.a.s. að þegar fólki er „hjálpað“ við eitthvað sem það á að geta sjálft (miðað við aldur)  en við grípum inn í og verðum e.t.v. „ómissandi bjargvættir“ í eigin huga,   á meðan við erum í raun bara að viðhalda lærðu hjálparleysi hjá viðkomandi.
Það skal tekið fram að sá sem vill fá „hjálpina“ og/eða sleppa við afleiðingar hegðunar sinnar –  eða að horfast í augu við eigin veikleika,  mun í mörgum tilfellum beita öllum ráðum í bókinni og ýta á alla samvisku- og góðmennskutakka  „viðhaldarans“ eða hins meðvirka.   Hinn meðvirki verður því eins og strengjabrúða í höndum stjórnanda.
VennDiagram

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s