Lúxusvandamál? …

Sá sem er að deyja úr þorsta hefur aðeins eitt vandamál – að hann er þyrstur.

Þegar ég gekk heim úr pósthúsinu í gær, – eftir að hafa skilað af mér tveimur diskum af Ró (sem ég er „by the way“ að selja)  þá hugsaði ég:  „Það er ekkert að“..  öll þessi samskiptavandamál,  að við fólkið getum ekki talað saman án þess að lenda í leiðindum, tala niður til hvers annars, öfundast o.s.frv. – er bara lúxusvandamál. –

Samskipti væru ekki vandamálið ef við værum öll að deyja úr þorsta og það finndist ekkert vatn.  Þá værum við öll bara með það markmið að finna vatn – hugsuðum bara um að fá svalað þorstanum og hugurinn væri upptekinn við það.

En ef hugurinn er ekki upptekinn við að leita vatns,  þá finnur hann eitthvað annað að leita að.  „Líkar þessum við mig?“ –  „Oh hvað þessi er nú leiðinlegur – hann gefur mér aldrei neitt!!“ .. eða við getum hugsað eitthvað vont um okkur sjálf – „Ég er nú meira fíflið“ – eða „Hvað þykist ég vera“ .. „Ég er ekki nógu …… eitthvað“  ..

Við hreinlega framleiðum vandamál í hausnum á okkur,  m.a. vegna þess að við eigum ekki alvöru vandamál.

Þegar við áttum okkur á því HVAÐ SKIPTIR RAUNVERULEGA MÁLI.  Það að fá frískt loft að anda, vatn að drekka, vera verkjalaus…

HAFA HEILSU ..

Þá getum við endurskoðað lífið.

Skiptir það máli hvort einhver gleymir að gefa okkur eitthvað, eða fattar það ekki? –   Skiptir það sem annað fólk gerir eða segir eitthvað máli? –  Getum við ekki bara látið það vera þeirra eigin vandamál, gert okkur grein fyrir því að það er að glíma við sinn huga.

Hvernig losnum við við lúxusvandamál? –

Hættum að ofhugsa – spyrjum hreint út og erum heiðarleg.

Lærum að átta okkur á því sem raunverulega skiptir máli, og rekum burt neikvæðar hugsanir úr kollinum á okkur,  neikvæðar hugsanir um okkur og um aðra.

Eins og segir í laginu „Don´t Worry Be Happy“ ..

Sleppum tökum á því sem ergir okkur,  þurfum ekki að útskýra allt í strimla,  þurfum ekki að vera með „allt á hreinu“ – sættumst við okkur sjálf.

Við hættum að láta annað fólk stjórna tilfinningum okkar,  og vera óörugg um hvað öðrum finnst án þess að fara yfir í öfgar siðblindunnar.   Það er sjálfsagt að taka tillit, en ekki taka þannig tillit að tilvera þín verði afsökun á sjálfri/sjálfum þér.

Ekkert „I´m not Worthy“ eða „Ég er ekki verðmæt/ur“ kjaftæði.   Það er pláss fyrir þig,  þú ert ekki fyrir neinum.   Taktu þitt rými.

Allar manneskjur fæðast með sama verðmiðann, – á því er engin, engin, engin undantekning.   Og ekki reyna að láta segja þér neitt annað.

Stóra vandamálið þitt liggur oftar en ekki í neikvæðri hugsun,  og neikvæð hugsun er lúxusvandamál,  – sem lagast með því að hugsa jákvæðar hugsanir.   Þitt er valið.

Ef það liggja tveir bolir á stólnum þínum á morgnana, annar merktur:

„Fórnarlamb lífsins“  og hinn „Sigurvegari lífsins“ ..  hvorn velur þú?

Auðvitað er fullt af óréttlæti,  en hvað gerir þú það betra með að fara í fórnarlambsbolinn? –

Það eru margar hindranir í lífinu,  – sumar eru mjög raunverulegar, erfiðar, átakanlegar, óbærilegar – ALVÖRU.

En 90 %  af hindrunum eru í kollinum á okkur,  það er enn og aftur hugsanirnar sem hindra, halda aftur af og gera okkur lífið erfitt.

Ef þú losar þig – já hreinlega „dömpar“  þínum lúxusvandamálum,  hver eru þín raunverulegu vandamál? –

Þú gætir spurt;  „hvernig „dömpa“ ég lúxusvandamálunum mínum? – þessum vondu hugsunum í eigin garð og oft annarra?“ –

Þú ferð að elska ÞIG eins og þú ert.  Virða fjársjóðinn innra með þér,  átta þig á því að þú ert jafnverðmæt/ur og allar aðrar manneskjur.   Hvorki meiri né minni.

Hættu að skammast þín fyrir þig og farðu að VIRÐA þig,   því þú ert bara yndisleg,  frábær og náttúruleg manneskja sem er allrar virðingar verð.

Elskaðu þig – samþykktu þig – virtu þig – fyrirgefðu þér – þakkaðu þér … vaknaðu og virtu þig fyrir þér,   mikið ertu dásamleg mannvera.

Dokaðu við,  andaðu djúpt – leyfðu þér að finna það í hjartanu og finndu hvað mörg „vandamál“ leysast upp og verða að engu.

Njóttu þín – þú ert þinn eigin heimur. –

21-the-world

Ein hugrenning um “Lúxusvandamál? …

  1. Takk fyrir Jóhanna, vel mælt og fallegt eins og allt sem kemur frá þér. Sönn orð og uppbyggileg. Kveðja, Sigríður

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s