Reka áhyggjur þig í ísskápinn? …

„Einu sinni áleit ég að ef ég hefði nægar áhyggjur væri ég að undirbúa mig undir það versta – svo þegar/ef það gerðist, myndi ekkert koma mér á óvart.  Ég yrði undirbúin.  Hjartasárið yrði ekki eins stórt ef ég hefði áhyggjur.
 
Það sem áhyggjur gera í raun er að þær láta okkur upplifa hið versta aftur og aftur, svo að ef eða þegar það gerist, hefur það gerst tvisvar!   Áhyggjur yfirtaka taugakerfið. 
 
Þær senda þig á harðaspani í ísskápinn til að róa þig niður. Þær halda þér frá því að þú njótir þess sem þú hefur nú þegar á meðan þú ert að hafa áhyggjur af því sem þú hefur ekki.  Haltu áfram að fæla burt áhyggjur, með því að anda djúpt, og svo aftur.  Með því að virða fyrir þér umhverfi þitt. Með því að minna þig á að þessa stundina ertu örugg/ur, elskuð/elskaður og að ÞÚ ert nóg.“
 
(Þýtt frá Geneen Roth, höfundi bókarinnar „Women, Food and God.“  )
 
og minni á námskeiðið „Í kjörþyngd með kærleika“ sem hefst 13. apríl nk.  .. sjá nánar ef smellt er HÉR.
Hjarta

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s