Að votta samúð og samhryggjast hefur sinn stað og tíma.

Það er erfitt að halda áfram eftir dauðsfall náins ættingja. Helst viljum við bara vera „stikkfrí“ og laus við að takast á við lífið á eftir,  verðum jafnvel félagsfælin,  en lífið heldur áfram hvað sem raular og tautar.

Við mætum á mannamót, förum í vinnuna og tíminn líður og þó við gleymum aldrei þeim sem farinn er,  þá viljum við síður vera minnt á dauðsfallið í vinnunni eða t.d. á árshátíðinni eða hvar sem það er.

Sumir eru þannig að þeir vilja fara að ræða, spyrja „hvað gerðist eiginlega?“  – votta samúð og samhryggjast – vegna þess að þeir hafa ekki séð ættingjana síðan dauðsfallið var.  Stundum eru liðnar margar vikur eða mánuðir.

Þetta er erfitt, þegar við syrgjendur erum að reyna að standa okkur, hætta að tárast allan daginn eða bara hreinlega stinga höfðinu uppúr vatninu til að anda, eins og manni finnst það stundum.

Þetta geta þeir ekki vitað sem ekki hafa reynt,  en vilja að sjálfsögðu vel, en ef þið eruð að vinna með einhverjum sem er að feta sig út í lífið aftur eftir dauðsfall náins ástvinar,  þá er t.d. vinnustaður voða erfiður í svona umræður,  líka skemmtistaður, afmælisveisla, bíóhús eða hvað sem er.

Það er skiljanlegt að fólk vilji sýna samúð eða samhryggjast,  en þá, í umhverfi sem ég lýsi hér að ofan,  er betra að taka bara utan um – eða gefa einlægt augnatillit eða bros – það er nóg.

TAKK index

Ein hugrenning um “Að votta samúð og samhryggjast hefur sinn stað og tíma.

  1. Bakvísun: Mest lesið á árinu 2013 | johannamagnusdottir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s