Þegar grunnurinn brestur og draumurinn deyr – „Lausn eftir skilnað“ .. örnámskeið.

Undanfarin tvö ár hef ég staðið fyrir námskeiðinu „Lausn eftir skilnað“ í samstarfi við aðra ráðgjafa Lausnarinnar. –

Það er stór pakki að fara á þetta námskeið,  heill laugardagur og svo eftirfylgnitímar og algengt er að fólk skrái sig á námskeið eða sýni áhuga en guggni á síðustu metrunum.  Til dæmis skráðu sig ellefu á síðasta námskeið en á endanum voru það fimm sem tóku þátt.

Við ræddum því hvað væri til ráða til að ná til sem flestra,  því það er vont að sitja uppi einn með sínar tilfinningar og e.t.v. líða eins og Palla sem var einn í heiminum.  Fólk sem ekki hefur skilið eða hefur átt annan aðdraganda að sínum skilnaði á erfitt með að setja sig í þín spor,  tekur það of nærri sér að hlusta á þig eða bara hreinlega leiðist það.  Kannski fer það í skotgrafahernað gagnvart maka þínum og eftir því ertu nú ekkert endilega að leita.

Bara að fá skilning og hlustun.  Viðurkenningu á sorginni,  því að vissulega hefst sorgarferli eftir skilnað og stundum er það hafið áður en eiginlegur skilnaður er nefndur því að oft finnur fólk á sér að skilnaður er hafinn þó enginn hafi nefnt hann á nafn.

En – nú ætla ég að prófa að skella upp einu „Örnámskeiði“ um skilnað og sorgarferli eftir skilnað, þar sem hægt er að mæta og hlusta á svör við algengum spurningum sem koma upp og heyra aðeins um viðhorf og leiðir í skilnaðarferli.  Kannski pinku „af hverju skilnaður“  spurningin komi líka fyrir – því það er vont að vita ekki hver raunveruleg ástæða skilnaðar er og af hverju par eða hjón gat ekki verið sátt saman.

Ég auglýsti eftir umsögn um námskeiðið  „Lausn eftir skilnað“  og fékk m.a. þessar:

„Mesta áfall í lífi mínu var að skilja. Mér fannst mér hafa mistekist, þetta var ekki ætlunin, ég var uppfull af sorg og skömm og föst þar. Ég hafði engar aðferðir og engin tæki til að vinna úr þessu áfalli. Á námskeiðinu Lausn eftir skilnað með Jóhönnu Magnúsdóttur kom léttirinn, því ég var ekki ein og til var leið til úrvinnslu. Lausn eftir skilnað er réttnefni námskeiðsins, það var mér ómetanlegt á leið minni til betra lífs.“

44 ára kona

„Í september 2012 stóð ég frammi fyrir þeirri ákvörðun að skilja við manninn minn eftir 14 ára samband.  Allt í einu var ég orðin einstæð þriggja barna móðir og fannst ég alein. Vinkona mín benti mér þá á Lausnina og þar fékk ég upplýsingar um að innan skamms hæfist námskeið fyrir konur sem stæðu í sömu sporum og ég. Ég var niðurbrotin og ringluð og fannst ég virkilega þurfa að byggja mig upp. Þess vegna ákvað ég að skrá mig á þetta námskeið og sé sko alls ekki eftir því. Leiðbeinandinn á námskeiðinu, miðlaði af sinni reynslu og hvatti okkur endalaust áfram. Hún fékk mig til þess að horfa öðruvísi á hlutina og gaf mér von um að það væri betra líf handan við hornið ég þyrfti bara að trúa því sjálf. Á námskeiðinu kynntist ég frábærum konum og eftir að námskeiðinu lauk héldum við sjálfar áfram að hittast og hittumst einu sinni í mánuði. Þetta veitir mér mikinn stuðning og það er gott að finna að maður stendur ekki einn. Mér finnst þetta námskeið hafa hjálpað mér mjög mikið á þessum erfiðu tímamótum í lífi mínu og ég stend tvímælalaust uppi sem sterkari kona. Ég hvet því alla sem eru að ganga í gegnum skilnað eða hafa gengið í gegnum skilnað að fara á þetta námskeið vegna þess að mun hjálpa ykkur að komast yfir þennan erfiða kafla í lífi ykkar.“

35 ára kona
 
Þetta er upplifun hjá svo mörgum „að vera alein“ – jafnvel þó þú eigir góða fjölskyldu og vini,  þá er það algengast setning sem ég heyri á námskeiðinu mínu:  „Gott að vita að ég er ekki ein“ – og þá er það tilfinningalega ein,  það er einhver sem speglar þig, skilur þig og tilfinningar þínar vegna þess að sú manneskja er að fara í gegnum það sama.
 
Námskeiðin hafa verið fókuseruð á konur,  en við höfum haldið eitt fyrir karla og þetta örnámskeið er opið fyrir bæði kyn.   Þar verður hægt,  fyrir þá aðila sem hafa áhuga á að fara á stóra námskeiðið  „Lausn eftir skilnað“  að skrá sig og haft verður samband þegar næstu námskeið verða sett upp.
 
Örnámskeiðið – „Lausn eftir skilnað“  verður haldið fimmtudag 20. júní nk.  kl. 19:30 – 22:30 
 
Síðumúla 13. 3. hæð   
 
Leiðbeinandi:   Jóhanna Magnúsdóttir,  ráðgjafi Lausnarinnar 
 
Verð:   5.500.-    (hægt að greiða m. korti)   
 
Greiða þarf fyrirfram vegna fjöldatakmarkana – en hámarksfjöldi er 25 manns. 
Námskeiðið hentar öllum þeim sem hafa ekki fundið sátt eftir skilnað, eru í skilnaðarferli og sitja uppi með spurningar,   hvort sem þau eru nýskilin eða langt er liðið.   Sumir hafa ekki fundið sátt þrátt fyrir að mörg ár eru liðin og eru e.t.v. enn reið við fyrrverandi maka.  Að sjálfsögðu geta aðstandendur skráð sig og stundum gott að fá skýringar á ferlinu og tilfinningum við skilnað svo hægt sé að veita betri stuðning.
 
SKRÁNING SMELLIÐ HÉR
 
Ath!  Möguleiki að halda svona námskeið úti á landi ef nægilegur fjöldi fæst (15 lágmark)  Hafið samband ef þið hafið aðstöðu! –
 
 
 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s