Hið vandmeðfarna vald – að kunna á takkana hjá einhverjum …

Ef þú ýtir á start takkann á þvottavélinni,  fer þvottavélin í gang.  Nema að hún sé biluð!  Heilinn í minni þvottavél er eitthvað illa tengdur, hún fer í gang en stoppar oft í miðju prógrammi, og þá þarf að endurræsa.

En ekki ætlaði ég að fara að skrifa hér um þvottavélaprógramm.

Flest þekkjum við aðila sem hafa það vald yfir okkur að þeir þekkja á hvaða „takka“ á að ýta til að við förum í gang.  Þá er ég ekki að tala um „í gang“ á góðan máta,  heldur þegar kveikt er á þessu gamla prógrammi,  t.d. sektarkennd, skömm, vanlíðan, reiði o.s.frv.

„Takkafólkið“  verður eflaust alltaf til í lífi okkar, og  eina sem við getum gert er að gera okkar besta til að forðast umgengni við þetta fólk eða  að fá endurforritun,  þannig að þrátt fyrir að reynt sé að ýta á alla taka, verðum við ónæm eða aftengjum þræðina í þessa takka.

Oftar en ekki er fólkið í nærfjölskyldu,  þannig að við slítum okkur ekki svo létt frá því.  Stundum veit það ekki af valdi sínu og telur sig ekki hafa gert nokkurn skapaðan hlut.

Mamma kemur heim þreytt úr vinnunni og segir við barnið: „Þakka þér fyrir að taka úr uppþvottavélinni“ – (sem það gerði ekki) – en nú er kveikt á samviskubitstakkanum,  vatnið seytlar inn og tromlan fer í gang.   Nú gengur sektarkenndin og veltist um innra með barninu sem stóð sig ekki.

Langar mömmu til að barninu líði illa? –  Telur hún þetta vænlegt til árangurs, uppbyggilega aðferð við að kenna barninu að gera heimilisstörf?

Ég held ekki.

Þetta er bara gamla prógrammið hennar mömmu sem hún notar á barnið sitt. Eitthvað sem notað var á hana og hún notar áfram því hún kann ekki annað.

Við endurforritum með því að vakna til meðvitundar um það hvenær við erum að beita valdi,  hvenær við erum að ýta á takka sem eru óhollir öðrum.

Verum vakandi með valdið,  hvernig við notum það og hvernig við beitum.

Við viljum jú öll vera góð og ekki ala á vanlíðan hjá öðrum,  en yfirleitt er það nú þannig að eftir því sem við erum sjálf að glíma við meiri vanlíðan þess iðnari verðum við að dreifa henni yfir á aðra.

Verum góð  ❤

Fresh-Lotus-Flower

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s