Áhættan við að gráta er að virka of tilfinninganæm ..

Áhættan við að hlæja er að við lítum út eins og kjánar.  Áhættan við að gráta er að við virkum of tilfinninganæm. Áhættan við að tengjast öðrum er að blanda sér í málefni annarra.

Áhættan við að sýna tilfinningar er að opinbera sjálfa/n sig.   Áhættan við að opinbera drauma þína eða hugmyndir fyrir framan aðra er að tapa þeim.  Áhættan við að elska er að vera ekki elskuð á móti.

Með því að lifa tökum við áhættuna á því að deyja.  Með því að vona tökum við áhættuna á því að vonin bregðist.  En áhættu verður að taka.  Vegna þess að stærsta ógn lífsins er að taka enga áhættu.  Ef þú tekur enga áhættu og gerir ekkert, deyfir þú anda þinn.  Þú getur forðast sársauka og sorg, en þú getur ekki lært, fundið til, breyst, vaxið, elskað og lifað.

Hlekkjuð við viðhorf okkar, erum við þrælar. Þá höfum við gefið eftir frelsið.  Aðeins ef við tökum áhættuna erum við frjáls.

„Sú manneskja sem tekur enga áhættu, gerir ekkert, hefur ekkert, er ekkert, og verður ekkert.  Hún getur forðast þjáningu og sorg, en hún getur ekki lært og upplifað og breyst og vaxið og elskað og lifað.“

~Leo Buscaglia 1043988_548142515223054_926169340_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s