Gleði, gleði, gleði ….

Þau sem hafa verið í sunnudagaskólanum (og kannski fleiri) munu örugglega syngja þennan status,  en það er einmitt með okkar eigin bakgrunni og reynslu sem við lesum allt og tökum inn það sem við skynjum. –

Við lesum nefnilega með okkar eigin innblæstri og anda en ekki þess sem skrifar.

Ef einhver sem er þarna úti þolir mig ekki, les hann/hún með svolítið samanklemmdum  huga allt sem ég skrifa á meðan aðrir lesa með opnum hug.

Þetta gildir ekkert bara um mig og mín skrif – þetta gildir líka t.d. um Biblíuna,  – ef vantrúarmaður les Biblíuna leitar hann uppi eitthvað til að setja út á,  en trúaður leitar eftir því sem er gott og uppbyggilegt.  (Nema að þarna sé um að ræða rannsóknarvinnu og verið sé að lesa á öðrum forsendum en að leita að einhverju mannbætandi, – þá er auðvitað sjálfsagt að gagnrýna (jákvæð/neikvæð gagnrýni hvort sem er).

En hvað um það „Gleði, gleði, gleði,  var yfirskriftin,  – ég týni mér stundum í eigin pistlum!

Mig langaði að deila þeirri speki sem ég fékk að heyra einu sinni á námskeiði sem ég sótti hjá Endurmenntun Háskóla Reykjavíkur.

Þar kom einn af kennurunum, man ekki hver það var,  með spurningu til okkar um hvað það væri sem fólk þyrfti helst á að halda til að ná árangri í námi/starfi/íþróttum/listum o.s.frv.

Einhver hafði tekið það að sér að „yfirheyra“ afreksfólk – hvert á sínu sviði, námsmenn, listamenn, íþróttafólk,  viðskiptajöfra o.s.frv. –  Við sem vorum í náminu vorum beðin um að nefna hvað við héldum að væri sem fólkið nefndi sem samnefnara til að ná árangri.

Orðin sem flugu voru „Þrautseigja“ – „Skipulag“ – „Fókus“ .. og ýmislegt í þeim dúr,  en kennarinn upplýsti að samnefnarinn sem fólkið nefndi væri „GLEÐI“ ..

Gleði eða Hamingjuvegurinn er eitthvað sem við getum alltaf valið,  það er ekki eins og það komi ekki hindranir á þann veg eins og á aðra vegi,  en spurning hvað nær að feykja okkur burtu.  Við getum þurft að leita skjóls um stund eða þurft að fara „vetrarveg“ ef fennir á leiðinni,  en muna eftir að það er alltaf hægt að koma inn á brautina aftur.

Það er ekki flókið að velja veg Gleðinnar,  það er bara ein ákvörðun og hún er ákvörðun þess sem hana tekur, það velur hver fyrir sig. –

Ég hef tekið þá ákvörðun að velja Gleði,  kemur þú með?  😉 

Happiness-is-the-Way

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s