Andaðu inn, andaðu út ….

´Eg keypti mér bók og disk með staðfestingum Louise Hay í fyrradag.  Ég hlusta á diskinn í bílnum og í gærkvöldi á heimleið úr vinnunni,  var verið að ræða hvað væri okkur mikilvægast.  –

Það er ekki mikilvægast að eiga peninga, þó þeir veiti ýmislegt – það sem er mikilvægast í lífinu er andardrátturinn.  Að geta andað.  Það er eiginlega undirstaðan,  því að til að líkaminn starfi þarf hann að geta andað.

Andardrátturinn kemur yfirleitt að sjálfu sér, við þurfum ekki áminningu að anda, en við þurfum kannski áminningu að anda djúpt.

Andardrátturinn segir margt um okkar líðan.

Góð ráð eru að anda djúpt og veita andardrættinum athygli.  Það er einfaldasta form hugleiðslu og gefur líkamanum til kynna að hann megi vera rólegur.  Stuttur andardráttur fylgir oft stressi og kvíða

Það er gott að anda mjög djúpt inn – halda andardrættinumí smá stund og anda svo hægt og lengi út. og tæma lungun.

Þetta er ekki flókin líkams- eða hugarrækt en mjög áhrifarík og undirstaða að svo mörgu.

Þrjú einföld hamingjuráð:

1. Hugsaðu fallegar hugsanir

2.  Drekktu meira vatn

3. Andaðu djúpt

Þó við gerðum aðeins þetta þrennt og forðuðumst ljótu hugsanirnar – að sjálfsögðu – þá færi okkur að líða betur – og betur – og betur.

Andaðu inn – andaðu út,

1016429_499231890156540_1902102223_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s