Friður ..

Stundum töpum við friðnum okkar, eða höfum ekki tíma né aðstæður til að sinna honum. – Utanaðkomandi áreiti hefur vinninginn, fólk, staðir, atburðir og við leyfum því að taka yfir.

Það er þá sem óöryggið og gremjan notar tækifærið og stingur upp kollinum.

Það er ástæðan fyrir því að við  verðum að forgangsraða upp á nýtt og taka frá tíma fyrir friðinn.

cropped-dsc06299.jpg

Þroski – aldur – þroskaferli – sorgarferli

558544_565506246819666_1881197736_n
Er sammála þessu – nema upphafsorðunum, „as you get older“ – vegna þess að þroski fylgir ekki alltaf aldri. – Hef mætt ungu fólki með mjög mikinn þroska og eldra fólki sem er staðnað. – Setningin „aldur er afstæður“ gildir ekkert bara þegar fólk er í ástarsamböndum þar sem aldursbilið er eins og eitt stykki unglingur eða meira. –

Þroski kemur með lífsreynslu og hvernig við vinnum úr henni. Það eru ekki allir sem læra né þroskast í lífsins skóla, við verðum að vera viðstödd til að læra. Að vera ekki viðstödd þýðir að við flýjum, afneitum eða deyfum tilfinningar okkar. Þroski næst með því að virða tilfinningar okkar. (Virða hér getur líka staðið fyrir að viðurkenna tilfinningar eða sjá þær, „respect“ ). Ef við gerum það ekki er hættan á að við förum í flótta, afneitun, fíknir o.s.frv. – þá verður ekki þroski.

Sjö reglur lífsins

1) Semdu frið við fortíðina
svo hún trufli ekki nútíðina

2) Hvað öðrum finnst um þig 
kemur þér ekki við

3) Tíminn læknar næstum allt
gefðu því tíma

4) Engin/n er við stjórn 
hvað þína hamingju varðar,  nema þú.

5) Ekki bera líf þitt saman við annarra 
og ekki dæma þau,  þú veist ekkert hvað liggur í þeirra ferðalagi

6)  Hættu að hugsa of mikið, 
það er allt í lagi að vita ekki öll svörin,  þau munu koma þegar þú átt síst      von á þeim.

7) Brostu
Öll vandamál heimsins eru ekki þín vandamál.

1157520_508813015865094_1698554319_n

Viltu auka flæðið? …

Hver er þín innri stífla?

Ekki veit ég hvort það er til mælikvarði á innri hindranir – en sumir segja að hindranir í lífi okkar séu að mestu leyti þær sem koma innan frá.

Við leyfum hinu góða ekki að gerast – vegna þess að einhvers staðar í undirmeðvitund trúm við ekki að við eigum gott skilið, og við spyrnum því oft við eða skemmum fyrir sjálfum okkur.

Það er líka kúnst að sleppa tökunum á því sem þjónar okkur ekki lengur.

Að sjálfsögðu kemur margt að utan sem við höfum ekki neinn möguleika á að breyta,  og besta dæmið um það er veðrið.  Við getum ekki stjórnað veðrinu, en við getum – eða höfum möguleika – á að kyrra storminn hið innra eða bæta á sólina hið innra.

Við tölum oft um það að tala frá hjartanu – eða láta hjartað ráða.

Hvernig eigum við að gera það ef við erum stífluð niður í hjarta?

Nú fer haust í hönd,  og námskeiðatíminn að byrja.

Ég ætla að bjóða upp á hugleiðslunámskeið þar sem fókusinn verður á hið aukna flæði.

Flæðið felst í því að vera ekki sín eigin hindrun,  losa um þetta „ég“  ..

Lifa í óttaleysi – trausti – kærleika.

Námskeiðið styður aðra almenna sjálfsrækt, þar sem verið er að vinna að innri frið, ánægju, elsku og gleði.

Markmið:  Meiri lífsfylling og gleði. 

Boðið verður upp á tvær tímasetningar:

Þriðjudagskvöld kl. 16:45 – 17:45.

eða

Miðvikudagskvöld kl. 16:45 – 17:45

vinsamlegast takið fram (við pöntun hvorn tímann þið veljið)

Námskeiðið verður 4 skipti  og verður fyrsti tími  þriðjudag  10. september og miðvikudag 11. september nk.

Staðsetning: Síðumúli 13, 3. hæð

Verð:  6.800.-  

Leiðbeinandi:  Jóhanna Magnúsdóttir,  guðfræðingur og ráðgjafi hjá Lausninni.

Skráning fer fram á heimasíðu Lausnarinnar –  www.lausnin.is og verður opnað fyrir hana eftir helgina (13. ágúst)

Nánari fyrirspurnir á johanna(hja)lausnin.is

Ath!  ef þú hefur ekki tök á að koma á námskeið hef ég diskinn Ró til sölu þar sem farið er í hugtök æðruleysisbænarinnar,  hægt er að nálgast hann hjá Lausninni Síðumúla 13,  eða hjá mér – sendið póst á johanna(hja)lausnin.is og ég sendi hvert á land (eða utanlands) sem er.

Verð á disknum er 2000.-  krónur

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Ef þig langar OF mikið ýtir þú því sem þig langar í burtu …..

Ég tók eftir því eitt kvöldið í vetur þegar ég var að spila kana að mér var alveg sama hvort ég myndi vinna eða ekki. –  Ég tók áhættu og sagði háa sögn,  og ég vann og ég vann og ég vann hvert spilið á fætur öðru.  Þá fór mér,  að sjálfsögðu að þykja það gaman.

Ég hef komist að því að ef maður er of örvæntingafullur eða „desperat“ að vinna þá eru miklu meiri líkur á því að það gangi illa.

Ég held þetta sé einhvers konar lögmál.  –  Að maður verða að halda kúlinu,  með öðrum orðum að vera æðrulaus og slakur og þá sé meiri líkur á að það sem þú vilt gangi upp! ..

Tökum sem dæmi þegar par er að hittast.  Ef að annar aðilinn ýtir of mikið á hinn,  þá forðar hann sér í burtu vegna ákafa hins aðilans.

Þannig má segja að alheimurinn virki.  Þú ert desperat – langar svooo mikið í eitthvað og þá eru minni líkur á að þú fáir það.

Besta aðferðin í þessu er eins og ég sagði hér fyrir ofan á ekki svo góðu máli vertu „kúl“ – eða slök/slakur.  Treystu því að það sem á að koma komi.   Treystu því að þú þurfir ekki að    reyna of mikið á þig til að það komi til þín sem á að koma til þín.

Stilltu jafnvel fókusinn inn á við,  byggðu upp innri hamingju, fylltu þig af því sem skiptir máli.  Gleði, frið og ást.  –  Þannig verður ÞÚ aðlaðandi og hlutirnir og fólk fer að dragast að þér.   Þá þarft þú ekki lengur að reyna.

Orðið Að-laðandi segir allt sem segja þarf.   Þú laðar að þér.

Þú lifir í fullnægju en ekki örvæntingu.

Þú lifir í trausti en ekki í efa.

Lífið er blómagarður – ekki sá efasemdarfræjum heldur fræjum traustsins.

Fræ hafa tilhneygingu til að vaxa og dafna og verða að blómum eða jafnvel trjám.

Þess vegna er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvaða fræjum við erum að planta.

Svona virkar „Power of Attraction“ – eða lögmál aðdráttaraflsins.   Þú mátt ekki ýta í burtu í örvæntingunni að langa OF mikið,  heldur þarftu að hugsa inn á við vera „Attractive“ – aða aðlaðandi og því heilli og sáttari sem þú ert í grunninn,  verður þú meira aðlaðandi.

Þetta er kjarninn í „The Secret“ – eða Leyndarmálinu.

971890_412903325485195_97787239_n

Andaðu inn, andaðu út ….

´Eg keypti mér bók og disk með staðfestingum Louise Hay í fyrradag.  Ég hlusta á diskinn í bílnum og í gærkvöldi á heimleið úr vinnunni,  var verið að ræða hvað væri okkur mikilvægast.  –

Það er ekki mikilvægast að eiga peninga, þó þeir veiti ýmislegt – það sem er mikilvægast í lífinu er andardrátturinn.  Að geta andað.  Það er eiginlega undirstaðan,  því að til að líkaminn starfi þarf hann að geta andað.

Andardrátturinn kemur yfirleitt að sjálfu sér, við þurfum ekki áminningu að anda, en við þurfum kannski áminningu að anda djúpt.

Andardrátturinn segir margt um okkar líðan.

Góð ráð eru að anda djúpt og veita andardrættinum athygli.  Það er einfaldasta form hugleiðslu og gefur líkamanum til kynna að hann megi vera rólegur.  Stuttur andardráttur fylgir oft stressi og kvíða

Það er gott að anda mjög djúpt inn – halda andardrættinumí smá stund og anda svo hægt og lengi út. og tæma lungun.

Þetta er ekki flókin líkams- eða hugarrækt en mjög áhrifarík og undirstaða að svo mörgu.

Þrjú einföld hamingjuráð:

1. Hugsaðu fallegar hugsanir

2.  Drekktu meira vatn

3. Andaðu djúpt

Þó við gerðum aðeins þetta þrennt og forðuðumst ljótu hugsanirnar – að sjálfsögðu – þá færi okkur að líða betur – og betur – og betur.

Andaðu inn – andaðu út,

1016429_499231890156540_1902102223_n

„Key Habits“ – „Old Habits“ …

Við förum á námskeið og lesum bækur,  vitum allt, kunnum allt – en gerum ekkert af þessu?

Hljómar kunnuglega?

Jú,  byrjum kannski en hættum.

Af hverju?

Vegna þess að þó við lærum nýja siði þá virðast þessir gömlu alltaf ná yfirhöndinni aftur.

Við erum skepnur vanans.

Lengi býr að fyrst gerð og allt það.

Hvað er hægt að gera?

Við þurfum að aflæra gömlu siðina, „deleta“ gamla forritinu áður eða meðfram því að taka inn nýtt.

Hvernig gerum við það?

Jú,  við förum í rannsóknarleiðangur inn á við og skoðum siðina okkar,  þessa sem við erum ekkert voða sátt við, eða þessa sem við höldum að við séum sátt við en erum það í raun ekki – og hvað þá þeir sem þurfa að umgangast okkur daglega! ..

Kannski erum við bara með alls konar stjórnun, augngotur, stunur, orð sem særa eða vekja sektarkennd hjá viðkomandi?

Hin hliðin:

Kannski felast gömlu siðirnir í því að við erum viðkvæm gagnvart gagnrýni annarra,  tiplum á tánum í kringum fólk, erum í því að geðjast og þóknast og gleðja alla aðra á svo sjálfsaggressívan máta að við erum alveg búin á því eftir á.  Búin að gefa og gefa og bara tóm eftir?

Það eru alls konar duldir siðir og hugsanir – hugsanir eins og að við eigum ekki gott skilið, skoðanir annarra séu merkilegri en okkar,  við eigum ekkert upp á dekk o.s.frv.  sem gætu leynst þarna einhvers staðar.

Við verðum auðvitað að uppgötva hvaða siði við viljum losna við og hverjum við viljum halda til að geta sorterað.

Það þýðir ekki bara að stinga hendinni inn í fataskápinn með lokuð augun til að sortéra það út sem er of lítið – of stórt – of þröngt – of vítt – of slitið o.s.frv.  – heldur skoðum við hverja flík fyrir sig og vegum og metum hvort hún sé að gagnast okkur eða bara taka pláss í skápnum.  Kannski er föst svitalykt í henni eða eitthvað álíka ólekkert og við viljum ekkert hafa svoleiðis flík meðal hinna. –

Ekki spara að losa okkur við,  það verður svo miklu rýmra um flíkurnar sem gagnast og loftar betur ef ekki er of hlaðið í skápnum.

Já, svona eru siðirnir okkar líka.

Bestu flíkurnar – og stundum nýjar eru þá „Key Habits“ –   „Old Habits“  geta líka verið góðir en eitthvað af þeim er algjörlega úr sér gengið.

Það þarf að sjá til að geta sorterað.

Það er gert hjá Lausninni  www.lausnin.is   og gott er t.d. að byrja á því að prófa að mæta á  „Örnámskeið um meðvirkni“  sem eru orðin næstum mánaðarlegur viðburður,  undantekning núna í júlí v/sumarleyfa.

Ég verð með kynningu á Lausninni nk. fimmtudag, 18. júlí   kl. 18:00 – 20:00 í  Síðumúla 13, 3. hæð og ætla um leið aðeins að ræða hvað það er að njóta lífsins. –

Enn eru laus 10 sæti af 25  – skráning er nauðsynleg en kynningin er ókeypis.

Sendu tölvupóst á johanna@lausnin.is  – og þú færð svar númer hvað þú ert,  en skráningin er líka happdrætti.   Dregin verða út 3 númer og vinningurinn er Hugleiðslu-og hugvekjudiskurinn Ró sem ég útbjó út frá Æðruleysisbæninni, en þar fjalla ég um hugtök bænarinnar sem eru grundvallandi fyrir þetta val (þessa sorteringu úr skápnum).

1. Æðruleysi  2. Sátt  3. Kjarkur  4. Viska  = 5. Ró

(Hægt er að panta diskinn með því að senda mér póst – johanna@lausnin.is – og kostar hann 2000.- krónur,  ef þú sendir mér heimilisfang með sendi ég greiðsluupplýsingar til baka og sendi hann síðan  í pósti).

Á disknum er m.a. talað um þessa athöfn „að sleppa“ – en við eigum stundum voðalega erfitt að sleppa tökunum á gömlu siðunum,  t.d. eins og stjórnsemi og vantrausti.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

 

Þessi yfirþyrmandi tilfinning að vilja ekki vera hérna lengur …

„Hérna“ .. þýðir lifandi á þessari jörðu.

Ef þú hefur upplifað það einhvern tímann að vilja flýta fyrir, vonast eftir slysi, óskað eftir að eitthvað gerðist svo þú fengir bara „short cut“ á þetta allt saman – þá ertu ekki ein/n.

Þegar bjátar á, þegar okkur leiðist, þegar við finnum engan tilgang – þá verður þessi tilfinning oft sú sem er á toppnum.

Af fenginni reynslu veit ég að það sem vantar er innri friður.  Það er svo skrítið að innri og ytri friður hafa áhrif á hvorn annan.  Áhyggjur af fjármálum hafa áhrif,  áhyggjur af fólki, – að vera fjarri fólki, að hafa engan til að knúsa – eða einhver vill knúsa mann of mikið kannski?

Það vantar eitthvað jafnvægi,  yfirvegun, ró.

Eins og söngkonan sagði einhvern tímann þá er líkaminn verkfærið.

Okkur vantar því ekki verkfæri – heldur vantar okkur að nota verkfærið.

Verkfærið til að fá innri ró.

Tjá okkur, sjá okkur og hlusta ..

Veita athygli því sem við einu sinni var bara á óskalista og eigum í dag? – Er eitthvað svoleiðis í lífinu okkar?

Tónlist getur spilað stóra rullu í lífinu, hún gerir það í mínu og textarnir gera það.

Í morgun var ég sorgmædd þegar ég keyrði frá Keflavík og var búin að skila af mér barnabörnunum.  Ég veit samt að þau eru í góðum höndum hjá föður sínum og kærastan hans virðist vera þeim kær líka.  Þegar ég horfi á það frá óeigingjörnu sjónarhorni þá er ég ofboðslega ánægð með það.

Í útvarpinu kom svo fallegt lag að það var eins og mér væri gefin sprauta og mér líður ennþá eins og ég sé í vímu 😉 ..  notalegri vímu sáttar og fullvissu um að allt sé eins og það á að vera.

Gerum okkar besta með það sem við höfum,  „hérna“ – ekki sitja ein uppi með vanlíðan og hugsanir,  tjáum okkur við þau sem við treystum.

Það skritna er að þegar við erum búin að segja eitthvað upphátt þá verður það yfirleitt minna þungbært.  Það er þó best að segja það einhverjum sem er ekki of tilfinningalega tengdur því að hann gæti tekið byrðina þína á sig,  – ráðgjafar, sálfræðingar og fólk sem gefur sig út fyrir að vera andlegir leiðbeinendur,  já ekki gleyma prestunum og djáknunum,  er fólkið sem er gott að opna sig við og létta á hjarta sínu.

Alls konar samtök eins og Alanon, coda, AA, þar sem fólk talar og hlustar gera kraftaverk fyrir svo marga.   Þar er samhygðin svo mikil.

Samhygð – samhugur er það sem er svo gott að finna.

Já, ég sagði það – við erum aldrei ein.

Það er eitt af því mikilvægasta sem við þurfum að vita í þessum heimi þegar við erum með yfirþyrmandi tilfinningar – og sérstaklega í þeim dúr að vilja bara ekkert vera hérna lengur.

Það er alltaf einhver sem elskar þig,  ástæðan fyrir að ég skrifa þennan pistil er að ég finn að það eru svo margir sem glíma við sársauka og halda að þeir séu einir …  en nei, nei þú ert ekki ein/n ..  leyfðu traustinu á að betri tíð sé að birtast innra með þér verða stærra og meira en tilfinningunni að tíðin sé að þyngjast.

75985_466203706726737_155458597801251_1954778_1509319669_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Markþjálfun með englum – „englaþerapía“ ..

Ég ætla að bjóða upp á nýja „þerapíu“ sem er reyndar engin þerapía heldur frekar nokkurs konar markþjálfun.

Þú dregur eitt af englaspilum „Doreen Virtue“ –  segjum til dæmis „Freedom“ og þú færð afhent blað með teikningu þar sem markmiðið er „Freedom“ – síðan skoðum við saman hindranirnar (innri og ytri)  að því að öðlast frelsið,  hvað þýðir frelsi fyrir þig og af hverju þarftu frelsi – og frá hverju?

doreen

Við skoðum aðferðirnar þínar – hvað þú þarft að gera til að vera frjáls.

Þetta er algjörlega óhefðbundið og ósannað og þú pantar tíma á eigin ábyrgð – en þrátt fyrir að ég segi þetta á undan trúi ég að þarna sé hægt að sjá ýmsar leiðir, og hef reyndar lært fullt af þeim – til að  átta sig á því hvað heldur aftur af þeim sem ekki ná markmiðum sínum,   ekki bara frelsinu, heldur svo mörgu öðru. – 😉

Þú færð teikningu með þér heim þar sem þú hefur markað leiðina – skoðað hindranirnar og væntanlega aukið trú þína á að markmiðin þin náist, þegar þú veist hvað heldur aftur af þér. 

Aðeins er um að ræða að taka lágmark 3 skipti, vegna þess að ákveðið aðhald liggur í því að þurfa að koma aftur og segja frá hvað er búið að gera og hvað ekki – ef svo er.

„Englaþerapían“  er 30 mínútur x 3 skipti á 2 vikna fresti.  

Kynningarverð kr. 12.000.-  

Vinsamlega panta hvort sem um hefðbundið viðtal er að ræða (60 mín) eða svona englapakki, –  í gegnum einkaviðtalskerfi Lausnarinnar:

Tengill hér:  http://www.lausnin.is/?page_id=2385

Fyrstu fimm sem panta tíma fá hugvekjudiskinn Ró 😉 í kaupbæti! ..

Ég trúi á mikilvægi þess að bæta samskiptin okkar …

Ég spyr stundum sjálfa mig af hverju lífið hefur leitt mig þangað sem ég er komin.  Það er næstum sama til hvaða starfs ég hef verið ráðin, ég enda einhvern veginn alltaf sem leiðbeinandi – diplómat – leitandi lausna til bætts samstarfs eða samskipta.

Þegar ég var barn dreymdi mig um að stöðva styrjaldir, – nú – fullorðin dreymir mig um að stöðva styrjaldir inni á heimilum og styrjaldir innra með okkur sjálfum.

„Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum“ – sagði Gandhi.

Ég fyllist eldmóði þegar ég hugsa þetta. Mig langar þetta einlæglega – þ.e.a.s. að vera breytingin þó stundum komi stórt bakslag í minn eigin heim.  Eitthvað hræðilega óvænt og óbærilegt – sem ég þó verð að bera og þegar upp er staðið gerir mig sterkari þó að sá styrkur sé dýru verði keyptur, mjög, mjög dýru.

Af hverju skrifa ég og af hverju starfa ég sem ráðgjafi og held námskeið – er leiðbeinandi og kennari?-

Vegna þess að ég trúi að heimurinn verði miklu betri ef við stöndum saman í stað þess að við séum sundruð.

Hversu mörgum líður ekki illa,  þjást vegna alls konar kvilla – nú eða vegna þess að þeir eiga ekki fyrir reikningum – hvað þá mat um mánaðamót? –  Sumir deyja úr hungri á meðan aðrir deyja vegna offitu.

Ég held þetta sé spurning um að taka betur höndum saman, – styðja betur við hvort annað, láta okkur náungann varða,  ekki ala á bjargarleysi – heldur að styðja, virkja og hvetja.  Hjálpa til sjálfsbjargar.

Vera saman en ekki sundur þegar bjátar á.

Meiri elska og minna stríð.  Það er löngu vitað.

Það er líka löngu vitað að það eru tvær hliðar á öllum málum.

Ef þú talar við tvær stríðandi fylkingar þá hefur hvor fylking sína söguna.  Hinn er „vondi kallinn“   Svoleiðis er það oftar en ekki í skilnaðarmálum.  Stundum er enginn vondur kall,  bara tveir aðilar sem eru í innra stríði og því kunna þeir ekki neitt og geta ekkert gefið nema stríð.

Af hverju geri ég það sem ég geri? – Af hverju skrifa ég?

Ég trúi að við getum gert lífið betra ef við erum betri við hvort annað.  Það er víst nóg af öðru sem við ráðum ekki við.

Minni á örnámskeiðið „Lausn eftir skilnað“ sem verður haldið 20. júní nk.  – sjá: http://www.lausnin.is  og á einkaviðtölin mín, hugleiðslur, hugvekjudiskinn RÓ –  og fyrirlestra t.d. fyrir fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir.

Af hverju að hlusta?

Ég trúi á meiri og óplægða möguleika til betra lífs sem liggja innra með ÞÉR. 

Hverju trúir þú? 

believe