Ef þig langar OF mikið ýtir þú því sem þig langar í burtu …..

Ég tók eftir því eitt kvöldið í vetur þegar ég var að spila kana að mér var alveg sama hvort ég myndi vinna eða ekki. –  Ég tók áhættu og sagði háa sögn,  og ég vann og ég vann og ég vann hvert spilið á fætur öðru.  Þá fór mér,  að sjálfsögðu að þykja það gaman.

Ég hef komist að því að ef maður er of örvæntingafullur eða „desperat“ að vinna þá eru miklu meiri líkur á því að það gangi illa.

Ég held þetta sé einhvers konar lögmál.  –  Að maður verða að halda kúlinu,  með öðrum orðum að vera æðrulaus og slakur og þá sé meiri líkur á að það sem þú vilt gangi upp! ..

Tökum sem dæmi þegar par er að hittast.  Ef að annar aðilinn ýtir of mikið á hinn,  þá forðar hann sér í burtu vegna ákafa hins aðilans.

Þannig má segja að alheimurinn virki.  Þú ert desperat – langar svooo mikið í eitthvað og þá eru minni líkur á að þú fáir það.

Besta aðferðin í þessu er eins og ég sagði hér fyrir ofan á ekki svo góðu máli vertu „kúl“ – eða slök/slakur.  Treystu því að það sem á að koma komi.   Treystu því að þú þurfir ekki að    reyna of mikið á þig til að það komi til þín sem á að koma til þín.

Stilltu jafnvel fókusinn inn á við,  byggðu upp innri hamingju, fylltu þig af því sem skiptir máli.  Gleði, frið og ást.  –  Þannig verður ÞÚ aðlaðandi og hlutirnir og fólk fer að dragast að þér.   Þá þarft þú ekki lengur að reyna.

Orðið Að-laðandi segir allt sem segja þarf.   Þú laðar að þér.

Þú lifir í fullnægju en ekki örvæntingu.

Þú lifir í trausti en ekki í efa.

Lífið er blómagarður – ekki sá efasemdarfræjum heldur fræjum traustsins.

Fræ hafa tilhneygingu til að vaxa og dafna og verða að blómum eða jafnvel trjám.

Þess vegna er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvaða fræjum við erum að planta.

Svona virkar „Power of Attraction“ – eða lögmál aðdráttaraflsins.   Þú mátt ekki ýta í burtu í örvæntingunni að langa OF mikið,  heldur þarftu að hugsa inn á við vera „Attractive“ – aða aðlaðandi og því heilli og sáttari sem þú ert í grunninn,  verður þú meira aðlaðandi.

Þetta er kjarninn í „The Secret“ – eða Leyndarmálinu.

971890_412903325485195_97787239_n

Ein hugrenning um “Ef þig langar OF mikið ýtir þú því sem þig langar í burtu …..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s