Þetta er þín lífsganga …

Einu sinni voru froskar að keppa um hverjir gæti klifið upp á topp á ljósastaur.  Þeir lögðu nokkrir af stað upp staurinn og fyrir neðan var hópur froska sem kallaði: „Þetta er ekki hægt,  hættið þessu, þetta er stórhættulegt“ – og fleira í þessum dúr.  Einn af öðrum gáfust þeir upp,  nema einn froskur sem hélt ótrauður áfram og náði toppnum. –  Hann kom sigri hrósandi niður.  –  Hvað hafði þessi froskur sem hinir höfðu ekki? –  Jú hann var víst heyrarnlaus!

Þessi lífsganga er þín, og aðeins þín.  Aðrir geta gengið hana með þér, en engin/n getur gengið hana fyrir þig.  Þú ert ekki bundin/n við mörkin sem aðrir setja þér.  Þú hefur fullt vald yfir eigin lífi, frá og með deginum í dag. 

  1. Það getur aðeins verið ég. –  Hættu að reyna að passa inn í hugmyndir annarra um fullkominn þig.  Vertu hinn fullkomlega ófullkomni þú.  Vertu ÞÚ.   Þegar hlegið er að þér fyrir að vera öðruvísi, hlæðu að viðhlægjendum fyrir að vera öll eins.  Judy Garland sagði:  „Vertu frekar fyrsta flokks útgáfa af sjálfum þér heldur en að vera annars flokks útgáfa af einhverjum öðrum.“   Lifðu eftir þessari yfirlýsingu.  Það er ekki hægt að ganga í annarra manna skóm.  Einu skórnir sem þú getur notað eru þínir eigin.  Ef þú ert ekki þú sjálf/ur,  ertu ekki að lifa lífinu lifandi – þú ert bara  að þrauka lífið.
  2. Þetta er mitt líf og draumar mínir eru þess virði.  – Lífið er annað hvort gengið í  hugrekki eða ekki.  Við getum ekki orðið þau sem við viljum vera með því að halda áfram að gera nákvæmlega það sem við höfum verið að gera. Ef þú hefur ástríðu fyrir einhverju, fylgdu henni eftir, sama hvað öllum öðrum finnst. Þannig rætast draumar.    Vertu heyrnarlaus þegar fólk er að segja þér að þú getir ekki uppfyllt drauma þína.  Eini staðurinn sem markmið þín og draumar eru ómögulegir er í höfðinu á þér.  Hugurinn flytur þig hálfa leið.  Svo haltu áfram og kláraðu þetta.  Láttu drauma þína vera stærri en ótta þinn og gjörðir háværari en orð þín.   Fylgjdu hjarta þínu án tillits til þess sem aðrir segja þér að gera.  Þegar upp er staðið ert það þú sem þarft að lifa við þínar ákvarðanir, ekki þeir.
  3. Allt, bæði gott og illt, eru lexíur lífsins. – Allir sem þú hittir, allt sem þú mætir o.s.frv. – það er allt hluti af þessari lærdómsreynslu sem við köllum líf.  Aldrei gleyma að virða þessa lexíu,  sérstaklega þegar hlutirnir fara ekki eftir þínu höfði.  Ef þú færð ekki starfið sem þú vildir, eða samband gengur ekki upp,  þýðir það aðeins að eitthvað betra býður þín þarna úti.  Og lexían sem þú varst að læra er fyrsta skrefið að því.  Mundu, það eru engin mistök, aðeins lærdómur.   Elskaðu sjálfan þig, treystu á val þitt,  mundu hvað þú átt skilið og haltu áfram.

Grein eftir:  ANGEL CHERNOFF  í minni þýðingu.  Froskasagan í upphafi er eftir einhvern ókunnan og bætti ég henni framan við.

2 hugrenningar um “Þetta er þín lífsganga …

  1. Flott Jóhanna,get ekki verið meira sammála,hef upplifað þetta sjálf 😀 Enda er ég komin hálfa leið að láta drauminn minn rætast því ég ákvað að vera einsog þessi froskur – vera heyrnalaus 😀

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s