Ef við erum föst í einhverju fari – leiðindafari, þá þurfum við í flestum tilfellum að sleppa tökum á því sem er að halda okkur þar.
Það getur verið fólk, atburðir, einhver tilfinning o.s.frv.
Við þurfum að átta okkur á því hvað það er og svo kemur það stóra:
SLEPPA TÖKUNUM ..
Annað fólk og atburðir voru vissulega þess valdandi að okkur leið verr – en af hverju að halda í þetta fólk og þessa atburði?
Svo þú getir haldið áfram að vera fórnarlamb aðstæðna?
Svo þú getir afsakað þig með því að það séu aðrir sem hafa komið þér í þessa aðstöðu og þú getir bara ekkert gert þessvegna?
Ekki nota þetta sem afsökun endalaust fyrir eigin bjargarleysi, því þá heldur þú áfram að vera bjargarlaus.
Það getur vel verið að einhver hafi fellt þig – en þú verður sjálf/ur að standa upp.
Þetta er algeng hugsun hjá nemendum sem gengur illa í námi. Það er að segja að kennarinn sé ómögulegur, skólinn, foreldrarnir o.s.frv. – horfa ekkert í eigin barm og hugsa; getur verið að ég hafi ekki verið nógu dugleg/ur við að læra? – Hvað gerði ég sjálf/ur?
Jú, ef við kjósum að vera einhver eilífðar fórnarlömb þá dveljum við við það að kenna aðstæðum og öðru fólki um okkar stöðu, en ef við viljum halda áfram þá látum við það ekki stoppa okkur.
Að hjakka í sama fari er valkostur og að halda áfram er valkostur.
Hvort velur þú?
TAKK:):)