„En það er ekkert að mér“ …

Mörgum finnst skrítið að fara að fá þau skilaboð þegar makinn er ómögulegur, vinnufélagarnir,  börnin o.s.frv. að þeir þurfi fyrst og fremst að fara að vinna í sér.

„En það er ekkert að mér“ .. eða „ertu að segja að öll mín samskiptavandamál séu MÉR að kenna?“

Það snýst reyndar ekkert um „hverjum er um að kenna“ .. því það er engum um að kenna og um leið öllum um að kenna. –

Við erum ekkert að leita að sökudólgum.

Þetta snýst um það að við getum ekki breytt fólkinu í kringum okkur, – ekki með því að tilkynna því að það sé eitthvað að því og ÞAÐ eigi þess vegna að fara á námskeið eða að fara að vinna í sér.

Það er nefnilega þannig að engin/n gerir breytingar á lífi sínu ef hann eða hún vill það ekki. –

Eina manneskjan sem við getum unnið með erum við sjálf.  Vinnan felst í því að efla sjálfs-ást, sjálfs-virðingu, sjálfs-traust, o.fll. Fókusinn er stilltur inn á við í staðinn fyrir það að dvelja í öllum hinum og hvað þeir séu að hugsa, gera og svo framvegis og fer yfir á þig og hvað þú ert að hugsa, gera og svo framvegis og fókusinn fer í það að uppgötva sjálfa/n sig og spegilmynd sína.  –   Hún er stundum týnd.

Námskeiðið sem ég er að fara í gang með í Lausninni heitir:

„ÉG get það“ … ekki „Maki minn getur það“  – eða „Mamma mín getur það“..  Það fjallar um þig og hvað ÞÚ getur gert.

Það er ÆÐI að uppgötva hæfileika sína, aðeins með að stilla fókusinn á gullkistuna sem við erum með hið innra.  Já, þess vegna ferð þú á námskeið. – 

Sjá nánar http://www.lausnin.is/?page_id=3260

Ath! get sérsniðið þetta námskeið fyrir fyrirtæki og félagasamtök – eða komið með út á land.  Er opin fyrir hugmyndum.  Hafið samband: johanna@lausnin.is

1605_L1

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s