Sprellikarlar og sprellikerlingar

Fólk hefur stundum spurt mig hvernig það eigi að höndla stjórnsamt fólk  og/eða leiðinlegt –  og hvernig það eigi að forðast að láta það hafa neikvæð áhrif á sig.   Hvernig það á að verja sig í raun – þegar einhver reynir viljandi eða óviljandi að gera lítið úr þeim eða ýta að þeim sektarkennd eða samviskubiti.

Við þurfum að átta okkur á því hvaða aðferðafræði þau nota sem vilja stjórna, – jú þau nota áhrif sín til að virkja strengina í okkur og gera okkur að strengjabrúðum.

Við látum að stjórn og sprellum og spriklum eftir því sem þetta fólk hefur meira áhrif.  Verðum spreillikarlar og sprellikerlingar og ráðum ekki við neitt.

1003056_468519549913489_2101599695_n

 

 

Það er auðvitað best að leiða leiðinlegar athugasemdir leiðinlegs fólks hjá sér.

NEMA – við snúum vörn í sókn,  og notum þeirra eigin aðferðafræði, – þegar einhver af þeim sem hefur neikvæð áhrif á þig byrjar að setja út á, niðurlægja, storka eða hvað sem er, þá skaltu bara sjá viðkomandi fyrir þér sem sprellikarl – eða kerlingu.   Ef það dugar ekki bættu við skrækri rödd Mikka Mús á viðkomandi og leyfðu þér að finna hvað vald þessa aðila minnkar.

charlie-string-puppets-6142-2689_medium

Munumm að það er hugurinn sem samþykkir orð þess sem talar þig niður – og það er hugurinn sem stjórnar hvort þú sérð svona aðila sem þína strengjabrúðu eða hvort þú ert strengjabrúðan.

Þú berð ábyrgð á þínu lífi, þó einhver sé leiðinleg/ur ber hann/hún ekki ábyrgð á því gangverki sem fer í gang í höfðinu á þér þegar leiðindin hrynja yfir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s