Ef það er alltaf sælla að gefa en þiggja, erum við þá ekki eigingjörn að vilja vera þau sem er alltaf á þeim endanum að gefa? – Vera hin sælli?
Erum við að setja okkur á háan hest að vera þau sem gefa? Erum við eitthvað merkilegri að gefa en að þiggja? Hvað segir það um okkur?
Einhver verður að taka að sér að þiggja. Og eins og við vitum erum við öll jöfn
Við erum e.t.v. að hindra gjafir lífsins, því við teljum að við þurfum að gefa en megum ekkert þiggja? –
Eigum við ekki að hætta að hindra gjafir frá alheiminum, eða þær gjafir sem annars kæmu til okkar.
Kannski eigum við bara skilið að fá gjafir.
Kannski er bara okey að taka á móti, vegna þess að þegar ég þigg er ég líka að gefa öðrum sæluna við að gefa og þess meira sem ég leyfi mér að þiggja þess meira á ég að gefa, og þá get ég gefið enn meira.
Þess vegna er mjög gott að þiggja og hreinsa út öll gömul forrit sem segja að svo sé ekki.
Segja bara Já takk 🙂
Hér er hægt að gera „tapping“ á þetta.
TAKK FYRIR,EG ER SAMMALA:)