Grein eftir Robert Holden
Þó að við hræðumst að eitthvað vanti hið innra förum við út á við að leita að hamingjunni. Við horfum framhjá því sem er nú þegar „HÉR“ á meðan við eltumst við „ÞAR“ og við missum af hinu heilaga „NÚI“ um leið og við íhugum „NÆSTA SKREF“ gleymum við að þakka fyrir það sem „ER“ um leið og við biðjum um „MEIRA.“ Við leitum, hömumst og þraukum, en við komumst aldrei á áfangastað vegna þess að við komumst ekki yfir hugsunina að eitthvað vanti.
Getum við séð að allur okkar sársauki kemur frá þeirri hugmynd eða trú að uppspretta hamingju okkar sé utan við okkur? Þessi eina ranghugmynd – þessi litli ótti – er það sem er okkar andlega ruslfæði, við lærðum óverðugleika, og að vera ekki „nógu góð“ ruslið.
Veitum því eftirtekt hvernig öllum okkar hugsunum um ótta og skort er umsnúið um leið og við samþykkjum að hver arða alheimsgleðinnar hvílir nú þegar í hjörtum okkar.
Finnum fyrir þessu – núna.
Getur þú séð þetta fyrir þér?
Okkar tvö líffræðilegu augu sjá eitt og annað. Þau sjá hluta af litrófinu, hluta af landslagi, hluta af sjónum, hluta af himninum. Þau sjá eitthvað af þér og eitthvað af mér. En þau sjá ekki heildarmyndina. Það er aðeins þegar þú horfir með hjartanu að þú getur byrjað að skilja möguleikann á sönnum heilindum, sannri fegurð og sannri einingu.
Ímyndum okkur að hvað sem við viljum sé hér og nú. Hvað vilt þú?
Visku? Hún er hér nú þegar? Frið? Hann er hér.
Innblástur? Hann er nú þegar hér. Þetta er allt hér, vegna þess að þú ert hér. Þetta er heildarmyndin. Þetta er það sem hið ótakmarkaða Sjálf þitt sér.
Við erum það sem við leitum að. Það þýðir að sú gleði sem við vonuðumst eftir „AÐ FÁ“ eftir að við fyndum okkar sanna félaga, fengjum draumastarfið, keyptum óskahúsið, og þénuðum næga peninga er nú þegar til staðar innra með okkur!
Þegar við leitum að ást, gleði, mætti, peningum, Himnaríki, og Guði, erum við í raun að leita eftir upplifuninni af hinu óskilyrta Sjálfi sem er ekki haldið niðri með ótta, aðsklnaði og skorti.
VIð erum ekki hér til að finna hamingjuna, við erum hér til að útvíkka hana. VIð erum eldmóðs-pökkuð, visku-innblásin, sköpuð með ást, og blessuð með gleði. Og þannig erum við öll. Til að vera frjáls er eina sem við þurfum að gera að gera okkur sjálf móttækileg því sem er nú þegar hið innra. Raunveruleg heilun er að gefa upp mótstöðuna við hinu skilyrðislausa Sjálfi.
„Ég er það sem ég leita.“ – Sannleikurinn er hér, innblásturinn er hér, ástin er hér, friðurinn er hér, hjálpin er hér, vegna þess að þú ert hér. Sannleikurinn er land án vega, og hamingjan er ferðalag án fjarlægðar.
by Robert Holden (þýðing Jóhanna Magnúsdóttir).
IMAGINE WHATEVER YOU WANT IS HERE RIGHT NOW. WHAT DO YOU WANT?
Titillinn er að þetta segja þeir allir gúrúarnir – en mér skilst að orðið gú-rú þýði frá myrkri til ljóss. – Kannski þurfum við ljós hið innra til að sjá þetta allt saman? – Það eru mörg trúarbrögð og ekki trúarbrögð sem segja sama hlutinn, það er að segja að leita inn á við.
„Himnaríki (og allt hitt) er hið innra“ –
Þá er bara að loka augunum og sjá með hjartanu.
Enn og aftur þakka ég þér fyrir frábæra grein Jóhanna