Að koma nakin fram …

Hér er ég ekki að ræða líkamlega nekt, heldur hina andlegu.  En já, ég viðurkenni að ég ákvað að hafa titilinn svona því það vekur, af einhverjum ástæðum,  alltaf athygli blessuð nektin.

Við tölum um líkamlegt ofbeldi og við tölum um andlegt ofbeldi.  Í skólanum töluðum við kennarar oft um að nemendur væru andlega fjarverandi.

Það er nefnilega ekki alltaf það sama að vera á staðnum og að vera á staðnum,  en förum ekki lengra út í þá sálma.

Brené Brown flutti frægan fyrirlestur um „Power of Vulnerability“  eða mátt berskjöldunar eins og það hefur verið þýtt á ensku, – þið skrifið bara Power of Vulnerability – á Youtube eða Ted.com  ef þið viljið kíkja á hann og ef þið hafið ekki hlustað mæli ég sterklega með því.

Þarna er Brené að tala um máttinn sem fylgir því að hafa ekki leyndarmál, segja það sem manni býr í brjósti og lifa þannig í rauninni „nakin/n“  með sig og sitt líf – játa ófullkomleika sinn,  ótta sinn, vanmátt sinn o.s.frv.

EIns og lesendur pistlanna minna og þau sem hafa mætt á námskeið eða fyrirlestra hafa orðið vör við,  þá tala ég mjög mikið á persónulegum nótum og ber tilfinningar mínar hiklaust á torg.  Það er eitt af þessum einkennum berskjöldunar – og að játa kannski á sig eitthvað sem við skömmumst okkar fyrir,  svo dæmi sé tekið.

Þetta er ekki bara máttugt og auðvelt – því stundum fylgja þessu „Vulnerability Hangovers“  eða berskjöldunartimburmenn.  –

Þeir felast í því að eitthvað prógram kikkar inn, sem segir: „Hvað varstu að gera manneskja“ –  „hugsar þú bara um sjálfa þig, hefur þetta ekki áhrif á aðra og bla, bla, bla“ .  eða þá hugsunin um að einhver notfæri sér það sem ég opinbera gegn mér.

En þessir timburmenn koma ekki oft, – ég fer varlega í „vínið“ ..

Ef ég hef óttaleysi sem grunn, þá óttast ég ekki að segja upphátt það sem mér býr í brjósti, – og ég veit líka að stundum virkar það sem leiðarljós fyrir annað fólk að gera það sama.

Það er því bara hressandi og felsandi að koma nakin fram!

21-the-world

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s