„Ertu með nóg?“ ….

Ég satt að segja hélt að mæður með barn á brjósti væru hættar að þurfa að sitja undir svona spurningum,  en heyrði eina slíka reynslusögu í gær.

„Ætti barnið ekki að fara að fá graut?“

„Er hann ekki svangur?“

„Er hún ekki óróleg af því hún fær ekki nóg hjá þér?“

Mæður þurfa að hafa gott sjálfstraust og stuðning ef þær eiga að standast svona gagnrýni og vantraustsyfirlýsingar, – allt sagt í þeirri góðu trú að það sé verið að huga að heilsu barnsins, eins og mamman hafi ekki heilsu barnsins í huga? –

Stjórnsamar „velviljaðar“  mæður eða tengdamæður eru þarna oft á mjög hálum ís.

Ef við værum að vinna verkefni og einhver stæði fyrir aftan okkur og klifaði á því hvort við gætum þetta nokkuð,  hvort við hefðum eitthvað í þetta o.s.frv.  þá getur verið að okkur fari að förlast.

Brjóstagjöf er mjög tilfinningalegur hlutur, mjólkin t.d. flæðir fram þegar barnið grætur.  Kannski bara stíflast hún við þennan utanaðkomandi efasemdargrát?

En hvað um það, – það sem kviknaði í kollinum hjá mér var hvort að þarna væri ein af rótunum komin að margar konur upplifi að þær séu ekki nóg og hafi ekki nóg. –  Séu ekki nógu grannar, geti ekki gert nógu vel, hafi ekki nóg að gefa o.s.frv. –

Að vera nóg – í sjálfri sér – skiptir mjög miklu máli.

Það þarf ekki að vera að kona hafi alið barn við brjóst sér til að upplifa það að vera ekki nóg.  Mæður hafa tilhneygingu að setja eigin vanmátt yfir á dætur sína og e.t.v. syni,  en það er algengara að móðir sé fyrirmynd dóttur og faðir fyrirmynd sonar þó það sé ekki algilt.  Foreldrar eru bæði fyrirmyndir, þeirra hegðun, viðhorf og sjálfstal.

Pælum aðeins í þessu með mæðurnar og brjóstagjöfina, sérstaklega ungar óreyndar mæður – sem hafa lítið sjálfstraust fyrir. Sem betur fer fá þær fræðslu sem vinnur gegn úreltum hugmyndum,  en stundum dugar það ekki til.

Það skiptir miklu máli að trúa því að hafa nóg og vera nóg,  það getur skipt öllu máli.

i_am_enough

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s