Margt fólk lifir lífinu í baráttu við strauminn. Það reynir að nota afl eða mótstöðu til að þröngva lífinu til að vera eins og það heldur að það eigi að vera. Annað fólk siglir með straumnum, eins og skipstjóri á skútu, sem notar vindinn, og treystir því að alheimurinn sé að fara með hann nákvæmlega þar sem hann þarf að vera öllum stundum.
Þetta flæði er til staðar fyrir alla, vegna þess að það flæðir í gegnum okkur og allt um kring. Við erum alltaf í þessum straumi. Spurningin er bara hvort við ætlum að flæða með eða á móti.
Til að komast á rétta bylgjulengd þurfum við stundum að sleppa þeirri hugmynd eða tilfinningu að við þurfum að vera sífellt við stjórn. Flæðið tekur þig alltaf þangað sem þú þarft að fara. Þetta er bara spurning um hvort þú ætla að fara upp á ölduna eða láta hana fara framhjá. Þegar við erum að ferðast með straumnum, í staðinn fyrir á móti, erum við að ferðast á alheimsbylgjunni sem leyfir okkur að flæða með lífinu, ekki á móti.
Við tölum gjarnan um það, hér á Íslandi, að það sé flott að standa upp og fara gegn strauminum, – þá erum við að tala um straumi skoðana fólks en ekki alheimsbylgjunni eða straumi lífsins sem er alltaf réttur.
Þegar við komumst á rétta bylgjuleng og leyfum okkur að fylgja flæði lífsins er það eins og við séum búin að stilla bylgjuna í útvarpinu, það koma ekki skruðningar og læti heldur náum við hinum hreina tóni lífsins, tónlistinni ótruflaðri.
Þetta er það sem „Verði þinn vilji“ í Faðirvorinu þýðir fyrir mig. –
og við getum því beðið:
Verði þinn vilji minn vilji – í stað þess að segja við uppsprettu lífsins, verði minn vilji þinn vilji. –