Ótti og flótti frá sannleikanum og sjálfri mér…

Hún er verndandi og góð

kemur inn í lífi mitt fyrir fæðingu

Hún er vanmátturinn og dýrðin

sem skyggir á sjálfan Guð

Kennir mér að þykjast og þóknast

tipla á tánum og setur mig í hlutverk

þar sem ég er stillt og prúð,

sniðug og ábyrg

til að ég  fái athygli, elsku og þakklæti

viðurkenningu og samþykki

sem ég verð að vinna fyrir

því annars á ég það ekki skilið

Hún kennir mér að fela og ljúga

og til að halda leyndarmál

til að vernda heiður hússins

og fjölskyldunnar

Hún kennir mér að skammast mín

fyrir sjálfa mig

og lifa með sektarkennd

þar sem ég sveigi frá eigin gildum

og sannleikanum sjálfum

kennir mér að  óttast

það að segja frá sársauka mínum

að standa með sjálfri mér

því þá gæti ég misst …eitthvað og einhvern

og lífið verður einn allsherjar flótti

frá sannleikanum og sjálfri mér

og ég týni því verðmætasta

sem er ég sjálf

Hún er mín meðvirka móðir 

Hún er ég 

F52E17F2-694E-11E1-94CA-E6AE32D05ADD

2 hugrenningar um “Ótti og flótti frá sannleikanum og sjálfri mér…

  1. Bakvísun: Mest lesið á árinu 2013 | johannamagnusdottir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s