Ég hef nokkrum sinnum horft á myndina „Conversation with God“ – en þar segir frá ævi Neale Donald Walsch og hvernig hann hóf samræður sínar við Guð og hvernig hann fór að skrifa.
Eitt af því sem kom í huga minn í morgun (en það er ansi margt) er þetta „quote“ frá Neale, en það er þá svarið um eðli Guðs.
„Neale, you’ve got me all wrong… and you’ve got YOU all wrong too. I don’t want anything from you to be happy. But, you think you are below ME, when in truth… we are all one. There is no separation.“
Allt líf er orka, og eftir að hafa hlustað á Lissa Rankin í morgun, sem talar um innsæið okkar, eða innra ljós (inner pilot light) sem við þurfum að nota til að heila okkur innan frá, sé ég að hún er að tala um það sama og Esther Hicks sem nefnir orkuna the Source, eða uppsprettu, höfundur „The Secret“ – talar um Love (kærleikann, ástina, elskuna) sem æðstu orkuna eða (Greatest Power), það er þá þessi margumræddi æðri máttur. – Margir kalla þennan mátt Guð.
„Heal from the inside out“ … Peel your masks down and let your light shine“. Lissa Rankin
Grímurnar sem hér um ræðir, eru hlutverkagrímurnar okkar, þá í samræmi við stétt, stöðu, starf, hjúskaparstöðu o.fl.
Ljósið kemur innan frá.
Gleðin er forsenda árangurs.
Gleðin kemur innan frá.
Ástin kemur innan frá.
Traustið kemur innan frá.
Virðingin kemur innan frá.
Sækjum þetta allt í uppsprettu ljóssins.
Við erum svo oft að leita langt yfir skammt, – leita að ljósi sem við þegar höfum, leita að trausti sem við þegar höfum, leita að virðingu sem við þegar höfum, leita að ást sem við þegar höfum.
Við þurfum bara að trúa að þetta sé þarna allt saman, óendanleg uppspretta – og meira en nóg, –
Við eigum þetta ekki einungis skilið, við eigum þetta og þurfum bara að finna, heyra og sjá þennan innri fjársjóð.
Stundum þurfum við að standa á haus til að fá nýtt sjónarhorn, eða horfa fyrst á réttunni og svo á röngunni? ..
Himnaríki er innra með okkur og þar getum við gengið í gleði og friði alla daga, líka núna.
Gefum því tækifæri – hindrum það ekki – leyfum því að koma fram.
„Ekki kveikja menn heldur ljós og setja undir mæliker, heldur á ljósastiku, og þá lýsir það öllum í húsinu.“ (Úr fjallræðunni).
„Heal from the inside out“ … Peel your masks down and let your light shine“. Lissa Rankin
Hvað eru grímurnar sem Lissa Rankin talar um annað en mæliker sem hylur ljósið?
Heilun kemur innan frá og öll viljum við lifa heil.
Já, heil og sæl.
RETT;)