Með „köku“ í ofninum …

„So if you want something in your life, first you must think of it, put your intention behind it, and keep your focus on it. It is almost like baking a cake. The thought is in the oven and you have to keep it baking with belief. You have to see your thought manifesting and becoming real.“ ..

Ef við viljum fá eitthvað inn í líf okkar,  verðum við fyrst að eiga hugsun um það,  taka ákvörðun um það  og halda fókusnum á því.  Það er næstum eins og að baka köku.  Hugsunin er í ofninum og við verðum að halda áfram að baka með trú. Við verðum að staðfesta hugsunina og sjá hana verða raunveruleika.

Heilinn okkar virkar eins og „simulator“ –  þegar flugmenn læra að fljúga fara þeir í flughermi (flight-simulator)  – og reyna sig í ýmsum aðstæðum.

Þarna eru menn ólíkir dýrum – að ég held og sá einhven fræðsluþátt um það.

Við erum stöðugt í þessum lífshermi að máta okkur í aðstæðum og prófa að lifa lífinu fyrirfram. Við búum til – ólíklegustu aðstæður og sjáum fyrir okkur hvernig við lendum eða „krössum“ –  án þess að hafa hugmynd um hvernig fer í raun og veru.

Margir telja að við getum skapað með hugsunum okkar hvernig muni fara,  og þó það eigi ekki við í öllum tilvikum þá er það oft.

Þetta snýst svo mikið um trú á eigin getu, hæfileika og trú á að lífið taki á móti okkur. –

Það erum s.s. við sem setjum oft upp hindranir og stíflur – eða förum í ofstjórn.  Ofstjórn virkar þannig að við tökum kökuna út úr ofninum áður en hún er bökuð,  eða að við treystum ekki bakaraofninum! .. 😉

Trúum ekki að út úr þessu komi kaka.

En hvað ef við förum eftir uppskriftinni sem var gefin hér í upphafi – eða það sem ég skrifaði um „uppskrift að betra lífi“ hér nokkrum pistlum á undan? –

Hvað ef við leyfum okkur nú að fara að trúa og treysta? ..  við séum búin hræra deigið,  setja í formið og leyfum ofninum að taka við? –

Þó við vitum ekki nákvæmlega hvenær „plingið“ í klukkunni gellur, þ.e.a.s. hvenær kakan er bökuð – þá treysta því að sá tími komi ? –

Hlustum eftir „plingi“ – en ekki gefast upp á að bíða eða halda fyrir eyrun þegar það gellur.  Við höfum bakað margar kökur í lífinu, – líka vandræði auðvitað – því að ef við trúum á vandræði þá verða vandræði er það ekki?

Og þó við höfum stundum bakað misheppnaðar kökur,  eða eitthvað hefur farið úrskeiðis, – þá þýðir það ekki að við eigum að gefast upp í bakaríi lífsins! ..

Reynslan hlýtur að hafa kennt okkur að margar góðar kökur bakast ef við förum rétt að og vöndum okkur 😉

425125_10150991208683141_2145683887_n

Ein hugrenning um “Með „köku“ í ofninum …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s