Gleðjumst yfir okkar innra ljósi ..

Marianne Williamson – er einn af þessum andlegu gúrúum sem ég hef aðeins verið að fylgjast með,  en eins og ég hef útskýrt áður þýðir gú-rú víst frá myrkri til ljóss. –

Á heimasíðu Marianne er hægt að finna margt áhugavert og m.a. eftirfarandi texta, að sjálfsögðu er orginalinn á ensku,  en þegar ég ætlaði að fara að snara honum á íslensku ákvað ég að leita hvort að einhver hefði ekki gert það fyrr og sú var raunin,  svo ég gerði í raun bara „kópí-peist“ –   svo textinn er í boði Marianne Williamson og þýðandans Svans Gísla Þorkelssonar.

En hann hljóðar svona:

„Það sem við óttumst mest er ekki að við séum ófullkomin. Það sem við óttumst mest er að við séum óendanlega voldug. Það er ljósið í okkur, ekki myrkrið, sem við hræðumst mest. Við spyrjum sjálf okkur að því;“hvers vegna ætti ég að vera snjöll, fögur, hæfileikarík og fræg?“ Spurningin ætti frekar að vera, „hvers vegna ekki ég.“ Þú ert barn Guðs. Að látast vera lítilfjörlegur þjónar ekki heiminum. Það er ekkert göfugt við að skreppa saman svo fólk finni ekki fyrir óöryggi í nálægð þinni. Við vorum fædd til að opinbera dýrð Guðs sem er innra með okkur. Hún býr ekki aðeins í sumum okkar, heldur öllum. Þegar þú lætur eigið ljós skína gefur þú ómeðvitað öðru fólki leyfi til að gera slíkt hið sama. Þegar við losnum við eigin ótta, frelsar nærvera okkar sjálfkrafa aðra.“

Marianne Williamson (þýðing Svanur Gísli Þorkelsson)

Þetta er í raun mikilvæg samantekt á því sem ég hef verið að skrifa um,  eins og mikilvægi þess að leyfa ljósi sínu að skína, – það er ekki nýr sannleikur og kemur t.d. fram í Biblíunni.

Líka mikilvægi þess að gera ekki lítið úr sjálfum okkur og það að okkar eigin ljós á ekki að skaða annarra ljós.

Margir eru hræddir við að láta ljós sitt skína, og margir eru hræddir við að vera glaðir.  Já, – nýlega komst ég yfir efni sem fjallaði um það að í raun væri gleðin eitt af því sem við óttuðumst.

Um leið og við förum að finna fyrir mikilli vellíðan eða gleði – þá byrjum við að skemma og hugsunin fer í gang „hvenær hættir þetta“ –  „þetta getur nú ekki enst lengi“ .. og svo framvegis.

„Of gott til að vera satt“ –   ef eitthvað er gott og okkur líður vel og erum glöð þá er okkur óhætt að njóta stundarinnar,  ekki skemma hana með því að hugsa að hún endist ekki,  að einhvern tímann muni þetta hætta og eitthvað verra taki við.

Ýmsir af þessum meisturum eða gúrúum tala um „The present moment“  eða Núið.  Að njóta Núsins,  og er Eckhart Tolle kannski þar fremstur meðal jafningja enda skrifaði hann bókina „Mátturinn í Núinu.“

Það er svo gaman að orðaleiknum, „Present“ – og tengist textanum frá Marianne.  Því auðvitað er present ekki bara núið heldur líka þýðir það gjöf.   Lífsins gjöf.  Þegar við erum „present“ erum við viðstödd.  Viðstödd –   stöndum í núinu.

Þegar við erum viðstödd (okkur sjálf) eigum við auðveldara með að tengjast okkar eigin innra ljósi en ef við erum fjarri – ef hugurinn er einhvers staðar annars staðar.

Innhverf íhugun er hugsun um þetta innra.  Við tengjum hugann við ljósið,  í stað þess að vera með hann á flökti út um allar trissur, hvort sem það er í öðru fólki eða á öðrum tíma.

Ef við erum ótengd þá höldum við að við verðum glöð „þegar“  – þegar eitthvað hefur gerst – eða þarna,  þ.e.a.s. á öðrum stað.

Auðvitað hefur umhverfi áhrif, fólk hefur áhrif.  En ef við erum ekki tengd okkar innra ljósi,  þá verðum við aldrei ánægð og finnst alltaf eins og okkur skorti eitthvað. –

Þá skiptir engu máli að fara í „draumaferðina“ til Parísar,  eða á sólarströnd, eða hvert sem ferðinni er heitið.   Ef við erum ekki með sjálfum okkur,  við erum absent eða fjarverandi okkur sjálf þá njótum við ekki stundarinnar, – erum ekki „present“ – erum ekki að njóta þessarar dýrðar sem okkur er gefin,  okkar innri fjársjóðs.

Þess vegna er þetta svo magnað – þessi áskorun að vera ekki í óverðugleikahugsuninni, –  heldur að sjá okkar innra ljós og upplifa innra verðmæti,  og ekki síst vegna þess að við gerum heiminum ekki gagn með því að gera lítið úr gjöf Guðs,   lífinu sjálfu, úr okkur sjálfum.

shine-large

Ein hugrenning um “Gleðjumst yfir okkar innra ljósi ..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s