Einu sinni þótti ég skrítin …

…og kannski er ég það ennþá! 🙂

Það var saumaklúbbur á Nönnustíg í Hafnarfirði, – ég sé tímann alltaf út frá aldri barna minna, og Eva Lind hefur verið u.þ.b. fjögurra ára gömul, svo það er árið 1985.  Ég var með saumaklúbb og við vinkonurnar að gúffa í okkur kökum og kaffi, þá tekur ein upp sígarettu og ætlar að kveikja sér í.  Ég bið hana vinsamlegast um að bíða þar til við værum búnar að borða.

Hver haldið þið að hafi verið talin skrítin? 

Það var gamlárskvöld í Goðatúni, og núna er árið 1993 og ég bauð nágrönnunum yfir og við sátum inni í stofu, – nágrannakonan tekur upp sígarettu og í bið hana vinsamlegast um að reykja ekki inní stofu yfir börnunum, hvort hún geti fært sig fram í eldhús. – 

Hver haldið þið að hafi verið talin skrítin?   (Ég fékk meira að segja að heyra það frá mömmu að ég væri dónaleg við gestina ;-))..

Stuttu seinna var komið algjört reykbann inni á okkar heimili, ég hafði gefið börnunum mínum það í fæðingargjöf að halda þeim frá reyk og þegar um börnin manns er að ræða er ekki erfitt að setja fólki mörk.

Stundum mættum við vera duglegri fyrir okkur sjálf.

Ég var þarna  (ásamt eflaust fleirum) á undan minni samtíð, en talin frekar frek, skrítin og jafnvel dónaleg.

Ég fór eftir minni eigin sannfæringu og gegn sannfæringu hinna.

Þetta er dæmisaga, um það að það ER mikilvægt að standa með sér,  ég þarf varla að segja frá því að flest fólk í dag á reyklaus heimili og býður ekki börnum upp á að anda að sér reyk, enda skilst mér að óbeinar reykingar séu jafnvel skaðlegri heilsunni en beinar, er það ekki?

Hvað um það, þessi pistill fjallar ekki um reykingar – eða markmiðið með honum er það ekki, heldur mikilvægi þess að fylgja sannfæringu sinni, – nú þar til og ef annað kemur í ljós, og setja mörk.  Jafnvel þó við séum ein og fáum ekki til þess stuðning. –

Já, já, þetta var „útrás“ dagsins, – lifum heil.

Hér á að koma einhver skemmtileg mynd, en hún bara vill ekki birtast, svo þessi pistill verður myndlaus. –

2 hugrenningar um “Einu sinni þótti ég skrítin …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s