Lifum við fótósjoppuðu lífi?

Skömm er hugtak sem margir þekkja, en hafa kannski ekki íhugað sérstaklega. – Okkur er kennt að skammast okkar fyrir okkur, eða fjölskyldu okkar – allt frá barnæsku.  Við upplifum skömm þegar við göngum gegn gildum okkar.  Þegar við „leyfum“  einhverjum að gera okkur eitthvað.  Þegar við erum beitt ofbeldi og segjum ekki frá því.  Þegar við bregðumst viðmiðum samfélagsins, sem eru samt þannig að ekki er hægt að mæta þeim.  Við viljum vera eins forsíðustúlkan, vera fjölskyldan sem er fullkomin miðað við fullkomnunarstaðla sem enginn getur uppfyllt.  Allar fjölskyldur eiga einhver sár, einhver heldur framhjá, einhver drekkur of mikið, rífst of mikið, ruslar út, dópar, einhver beitir ofbeldi, en samt …

…allt á að líta vel út, eins og í bíómynd eða glansmynd – einhvern veginn fótósjoppað. –

Skömmin getur alið af sér þunglyndi, einangrun, efasemdir um eigið sjálf, einmanaleika, þráhyggju, fullkomnunaráráttu, minnimáttarkennd og það að finnast að við séum aldrei nóg eða gerum aldrei nóg.

Skömmin þvingar okkur til þess að skapa falska sjálfsmynd vegna þess að þegar við upplifum skömm finnst okkur að við séum gölluð.  Við skömmumst okkur fyrir okkur sjálf og þá er leiðin að þykjast vera önnur en við raunverulega erum.

Við förum að lifa fyrir ímyndina eða hugmyndina um okkur og sambönd okkar.

Fyrirmyndarmanneskja, fyrirmyndarmaki, fyrirmyndarmóðir … fyrirmyndarfjölskylda o.s.frv.   skv. standard sem í raun er ekki til.

Þannig lifum við fótósjoppuðu lífi.

Það er ekki fyrr en við viðurkennum veikleikana, og sættumst við sjálf okkur sem við erum frjáls.  Elskum okkur – í fullkomnum ófullkomleika – grímulaus.

Prófum að standa nakin fyrir framan spegilinn eins og barn sem aldrei hefur lært skömm,  eða að skammast sín fyrir líkama sinn, strjúkum á okkur magann sem er stundum mjúkur, stundum stór, stundum lítill, virðum fyrir okkur slit eða appelsínuhúð og elskum okkur samt.

Ekki eftir megrun eða fitun,  ekki eftir cellulite-krem eða nokkra tíma í ljósabekk. –   Elskum okkur NÚNA og sættum okkur við okkur NÚNA:

Við tökum ábyrgð á eigin lífi – tökum móti okkar eigin lífi og eigin líkama og segjum takk.

Verum auðmjúk í veikleika okkar, viðurkennum að við erum breysk og við bara megum vera það.

Við þurfum ekki að viðhalda falskri ímynd, til að lifa með okkur sjálfum,  við þurfum að losa okkur við falska ímynd til að lifa með okkur sjálfum.

Margir eru að vinna í lífstílsbreytingum í kjölfar áramóta, – við breytum engu ef skömmin er staðurinn sem við stöndum á, – þess vegna er mikilvægt að færa sig yfir á annan stað, stað sáttar.

Það er á þeim stað, í sáttinni við okkur sjálf, eins og við erum – sem við förum að vera við sjálf, ekki í spennitreyju skammar eða ótta við að það uppgötvist hver við raunverulega erum,   við uppgötvum að eigin spegilmynd er sönn og nóg og við getum sagt af einlægni við manneskjuna sem birtist okkur:

„Mikið er ég fegin/n að sjá þig, hvar hefur þú verið svona lengi elskan mín?“ ..

536703_549918495048818_1296317144_n

Ein hugrenning um “Lifum við fótósjoppuðu lífi?

  1. TAKK:)

    ann 13. janar 2014 kl. 19:57, skrifai johannamagnusdottir :

    > johannamagnusdottir posted: „Skmmin getur ali af sr unglyndi, > einangrun, efasemdir um eigi sjlf, einmanaleika, rhyggju, > fullkomnunarrttu, minnimttarkennd og a a finnast a vi sum aldrei > ng. Skmmin vingar okkur til ess a skapa falska sjlfsmynd vegna ess > a e“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s