Sönn ást – sjö atriði sem gott er að hafa í huga …

Eftirfarand er lausleg þýðing á grein frá  Dr. Lisa Firestone

1. Sönn ást berskjaldar okkur.  Nýtt samband er ókannað landsvæði, og flest erum við hrædd við  óvissuna. Að leyfa okkur að verða ástfangin þýðir að við erum að taka raunverulega áhættu.  Við erum að leggja mikið traust á aðra manneskju, og leyfum henni að hafa áhrif á okkur, og við það verðum við opin og berskjölduð.  Varnirnar eru felldar alveg inn að kjarna.  Við höfum tilhneygingu til að trúa að þess meira sem sambandið skiptir okkur máli, þess meira verðum við særð.

2. Ný ást hristir upp í gömlum særindum. Þegar við förum í samband,  gerum við okkur sjaldnast ljóst hvað fyrri saga okkar hefur haft mikil áhrif.  Það sem hefur sært okkur í fyrri samböndum,  og á rætur allt til bernsku,  hefur mikil áhrif á það hvernig við sjáum fólkið sem við verðum náin og hefur líka áhrif á það hvernig við hegðum okkur í rómantískum samböndum.  Gömul neikvæð orka getur hindrað okkur í að opna okkur gagnvart einhverjum nýjum. Við gætum horfið frá nándinni vegna þess að hún hristir upp í gömlum sárindum, missi, reiði, eða höfnun.  Að langa í ást – getur orðið flókin tilfinning sem er blönduð hugmyndum um sársaukann við að missa ást. .

3. Ást ógnar gamalli sjálfsmynd.  Mörg okkar glíma við þá tilfinningu undirmeðvitundarinnar  að vera ekki elsku verð.  Við eigum í vandræðum með að finna verðmæti okkar og að trúa því að nokkur skuli láta sig varða um okkur.  Við erum öll með þessa innri gagnrýnisrödd sem spilar hlutverk hins grimma þjálfara í höfðinu á okkur, og segir okkur að við séum einskis virði og eigum ekki skilið að vera hamingjusöm.  Þessi þjálfari er skapaður úr sársaukafullri reynslu úr bernsku og gagnrýnu viðhorfi sem mætti okkur snemma á ævinni, – um leið og þetta eru tilfinningar sem foreldrar okkar höfðu í eigin garð.  (Foreldrar eru að sjálfsögðu fyrirmyndir).

Þrátt fyrir að þessi atriði valdi, með tímanum, sársauka eru þau orðin innprentuð eða forrituð í okkur.  Það getur verið að við áttum okkur ekki á því, sem fullorðin að þau séu skaðleg, en samþykkjum þau  sem eigin skoðanir á okkur sjálfum.  Þessar gagnrýnu hugsanir „innri raddir“ eru oft skaðlegar og óþægilegar, en eru um leið þægilegar í kunnugleika sínum. (Við þekkjum þær)  Þegar önnur manneskja sér okkur ólíkt röddunum,  elskar okkur og virðir, getur okkur farið að líða illa og farið í vörn, vegna þess að það ögrar þessum skoðunum sem tengjast sjálfsmynd okkar og við erum vön.

4. Með raunverulegri gleði kemur raunverulegur sársauki.  Hvenær sem við upplifum sanna gleði eða mikilfengleik lífsins á tilfinningaskala, getum við búist við að við verðum mjög sorgmædd.  Við erum í raun hrædd við gleðina.    Mörg okkar hrökklast því frá hlutunum sem geta gert okkur hvað hamingjusömust, vegna þess að þeir geta líka fært okkur mikinn sársauka.  Hið gagnstæða er líka raunverulegt.  Við getum ekki valið að deyfa okkur fyrir sorg án þess að deyfa okkur fyrir gleði. . Þegar það kemur að því að verða ástfaning/n, getur verið að við hikum, að fara alla leið, vegna óttans við sorgina sem getur vaknað upp í okkur.

5. Ástin er of ójöfn.  Margir segjast hika við að fara í samband vegna þess að hinum aðilanum „líkar of vel við þá.“  Þeir hafa áhyggjur af því að ef þeir fari í samband með þessari manneskju, muni þeirra eigin tilfinningar ekki þróast, og að hin manneskjan endi særð og upplifi að henni sé hafnað.  Sannleikurinn í þessu er að oft er ójafnvægi í ástinni, þannig að önnur manneskjan finni til meiri ástar frá einni stundu til annarrar. Tilfinningar okkar gagnvart einhverjum eru síbreytilegar frá sekúndu til sekúndu, við getum upplifað reiði, gremju, pirring eða jafnvel hatur í garð þeirrar manneskju sem við elskum.   Að hafa áhyggjur af því hvernig okkur líður- heldur okkur frá því að sjá á hvaða braut tilfinningar okkar færu ef þær fengju að flæða óhindrað.  Það er betra að vera opin/n gagnvart því hvernig tilfinningar okkar þróast með tímanum. Að leyfa áhyggjum eða sektarkennd yfir því hvernig okkur líður eða gæti liðið heldur okkur frá því að kynnast einhverjum sem sýnir okkur áhuga og getur hindrað okkur í að mynda samband sem í raun gæti gert okkur hamingjusöm.

6. Sambönd geta rofið tengsl við fjölskyldu.   Sambönd geta verið lokastig í því að verða fullorðin.  Þau gefa til kynna að við erum að hefja okkar eigið líf sem sjálfstæðir óháðir einstaklingar.  Þessi þróun getur líka þýtt að við erum að skilja við fjölskyldu okkar.  Svipað og að skilja við gamla sjálfsmynd.  Þessi aðskilnaður er ekki líkamlegur,  Hann þýðir ekki það að bókstaflega skilja við fjölskyldu okkar, heldur að losa um tilfinningatengsl – þar sem okkur líður ekki lengur eins og barni og fara frá neikvæðri dýnamík sem háði okkur í samskiptum æskuára og mótaði sjálfsmynd.

7. Ást hristir upp í ótta við ytri aðstæður.  Því meira sem við eigum því meira höfum við að tapa.  Þess meira sem einhver skiptir okkur máli, þess hræddari erum við að missa viðkomandi.  Þegar við verðum ástfangin, óttumst við ekki aðeins að missa félaga okkar, heldur verðum meira vör við eigin ódauðleika. Líf okkar verður nú verðmætara og hefur meiri tilgang, svo óttinn við að missa það verður meiri.  Í tilraun okkar við að fela þennan ótta, gætum við farið að fókusera á eitthvað sem skiptir minna máli, skapa ágreining við makann, eða gengið alla leið og slitið sambandinu.  Við erum sjaldnast meðvituð um það hvernig við verjumst þessum ytri ótta.  Við getum jafnvel reynt að finna milljón rökréttar ástæður fyrir því að vera ekki í þessu sambandi.  Þrátt fyrir að þessar ástæður, geti haft lausnir, og það sem er raunverulega að verki er þessi djúpi ótti við að missa.

Flest sambönd færa okkur margar áskoranir. Að læra að þekkja ótta okkar við nánd og hvernig hann stjórnar hegðun okkar er mikilvægt skref til að eiga, fullnægjandi, langtímasamband.  Þessi ótti getur verið bak við grímu ýmissa réttlætinga og ástæðna fyrir því að hlutirnir eru ekki að ganga upp, en það getur komið okkur á óvart hvernig við getum lært um allar aðferðir sem við notum sem sjálfseyðingu – eða hermdarverk á okkur sjálfum þegar við förum að upplifa nánd við aðra manneskju.

Elskum meira og óttumst minna …

556212_332315983512626_1540420215_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s