Hvað viltu geta?

Á morgun byrjar níu vikna námskeið hjá Lausninni, Síðumúla 3, sem heitir: „Ég get það“ og er nafnið eftir samnefndri bók Louise Hay  þar sem farið er í sjálfsmynd, sjálfstraust, heilsu, ást og sambönd, fyrirgefningu, starfsgleði, kvíðalaust líf o.fl. –   Þar lærum við um mátt jákvæðra staðhæfinga, en neikvæðar staðhæfingar er það sem flest fólk stundar daglega.  Byrjar einhvern tímann í bernsku og er svo viðhaldið af ……okkur sjálfum.

Þetta námskeið er ein leið til að fjárfesta í sjálfum sér og styrkja eigin getu, t.d. getuna við að sleppa tökunum á hlutum sem þjóna þeim ekki lengur.

Námskeiðið er blanda gamans og alvöru.

Námskeiðið er niðurgreitt af ýmsum stéttarfélögum og ef ég væri atvinnurekandi myndi ég ekki hika við að bjóða mínu starfsfólki á svona námskeið,  þar sem m.a. er fjallað um sátt og starfsgleði og jákvæðnifókusinn yddaður. –

Enn eru nokkur pláss laus, skráning og meira um námskeiðið er HÉR.

Kannski viltu bara fá tæki til að uppgötva allt sem þú getur nú þegar en hefur ekki komið auga á? ..

971218_563124067057884_436886814_n(1)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s