Bölvum minna og blessum meira…

„Ég hata á mér magann“  =  bölvun

„Þoli ekki þessar hrukkur“ = bölvun

„Hata þennan verk alltaf“ = bölvun

—-

„Ég elska á mér magann“  =  blessun

„Elska þessar hrukkur“  = blessun

„Ég sendi kærleik í verkina mína“  = blessun

Tölum fallega við kroppinn okkar, –  eins og hann væri góður vinur eða vinkona. –  Líkaminn okkar á það besta skilið og hann á skilið að við blessum hann en bölvum honum ekki. –

Blessum líka það sem við setjum í líkamann, matinn og hvað sem er, aldrei setja neitt ofan í okkur sem við bölvum, – ef þú reykir sígarettu blessaðu hana og óskaðu þess að hún geri þér gott.   Já, hljómar undarlega,  en af tvennu illu er þetta betra. –

Veljum gleði – blessun og hamingju en ekki skömm – bölvun og óhamingju. –  Líka fyrir líkama okkar. –

Já veljum blessun en ekki bölvun og sjáðu bara hvað fer að gerast?

Gæti verið að þú upplifðir betri heilsu? – Það skyldi þó aldrei vera?

En aðalatriðið – ekki trúa á óttann – heldur elskuna. –  það er mitt allra besta heilsumeðal. 

Lifum heil

542009_393086784060318_70576340_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s