„Ég hata á mér magann“ = bölvun
„Þoli ekki þessar hrukkur“ = bölvun
„Hata þennan verk alltaf“ = bölvun
—-
„Ég elska á mér magann“ = blessun
„Elska þessar hrukkur“ = blessun
„Ég sendi kærleik í verkina mína“ = blessun
Tölum fallega við kroppinn okkar, – eins og hann væri góður vinur eða vinkona. – Líkaminn okkar á það besta skilið og hann á skilið að við blessum hann en bölvum honum ekki. –
Blessum líka það sem við setjum í líkamann, matinn og hvað sem er, aldrei setja neitt ofan í okkur sem við bölvum, – ef þú reykir sígarettu blessaðu hana og óskaðu þess að hún geri þér gott. Já, hljómar undarlega, en af tvennu illu er þetta betra. –
Veljum gleði – blessun og hamingju en ekki skömm – bölvun og óhamingju. – Líka fyrir líkama okkar. –
Já veljum blessun en ekki bölvun og sjáðu bara hvað fer að gerast?
Gæti verið að þú upplifðir betri heilsu? – Það skyldi þó aldrei vera?
En aðalatriðið – ekki trúa á óttann – heldur elskuna. – það er mitt allra besta heilsumeðal.
Lifum heil