Skömmin lifir ekki af ljósið …

Af hverju segja frá og létta af okkur skömm?

Jú, skömmin þolir ekki ljósið, ekki sólargeislana og alls ekki sannleikann, sem er sá að við eigum hana ekki skilið! …

Skömm er stjórnunartæki, og þegar því er beitt á okkur þá upplfium við okkur sem slæm, heimsk, vitlaus, ódýr og ómerkileg.  Það er erfitt að ætla sér stóra hluti með skammarbakpokann á bakinu.

Ég segi stundum að það sé eins og að spyrna sér upp úr dýi, þú sekkur bara lengra.

Leyndarmál lífshamingjunnar er að eiga ekki leyndarmál, það þýðir m.a. að það á aldrei að sitja uppi með eitthvað sem við upplifum sem skömm alein/n. –

Þegar meðvirkt fólk fer að vakna af meðvirkni sinni,  áttar það sig líka oft á að það eru að burðast með skömm.  Skömm fyrir að „leyfa“ einhverju að viðgangast, eða einhverjum að ganga yfir sín mörk,  en þá þarf það að átta sig á því að það gat bara ekki gert betur miðað við aðstæður,  það var að gera sitt besta miðað við spilin sem gefin voru.. Miðað við umhverfi, innrætingu, uppeldi o.s.frv. –

Ef við erum alin upp við samviskustjórnun „skammastu ÞÍN“ .. þá er ekkert skrítið að við lærum að skammast okkar fyrir okkur. –  Ég myndi aldrei nota þessi orð við nokkurn mann í dag,  ef ég vildi honum bata, og hvað þá barn.

Skömmin er ein langversta tilfinning okkar  Hún kemur oft í kjölfar á annarri tilfinningu,  þegar okkur er hafnað,  þegar við upplifum að við erum ekki einhvers virði nema að við gerum eitthvað rétt eða erum dugleg.

Skömmin er vond fyrir sálina, en líka fyrir líkamann, – hún sest þar að eins og sjúkdómur og er því heilsuspillandi.

Brené Brown útskýrir á einfaldan hátt mun á skömm og sektarkennd:

Skömm:  Ég ER vond/ur.

.Sektarkennd: Ég GERÐI eitthvað vont.

Það er vont að upplifa að skömm sé hluti af hver við erum og við það þarf fóllk að losna.

Góðu fréttirnar eru að það er til lækning við skömm – eins og ég skrifaði í upphafi, skömmin þolir ekki ljósið og hún þolir heldur ekki að það sé sagt frá henni,  því þá minnkar hún og endanlega hverfur. .

Skömmin er stjórntæki .. Að segja „skammastu þín“ – er eins og að segja „láttu þér líða illa“ … og það er bara engin ást í því, því að út frá vanlíðan sprettur ekki hinn frjálsi vilji til að gera betur, heldur viljinn til að þóknast þeim sem stjórnar tilfinningunni. – Það eru kolrangar forsendur og í raun brot á frjálsum vilja. Hún býr til vítahring meðvirkni.

Þú getur aflétt álögum orðanna „skammastu þín“ …  og þér þarf ekki að líða illa. –    

Greinin hér að ofan er innblásin frá grein sem má lesa hér og er ítarlegri.

codependent-no-more

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s