Ekki ala á fíkn eða vanvirkni annarra til að sækja þér traust, ást eða viðurkenningu.

Meðvirkni verður til þegar þú reynir að fá frá öðrum það sem þú heldur að þú hafir ekki. – Takið eftir „það sem þú heldur að þú hafir ekki“ – við höfum nefnilega það sem við erum að reyna að fá frá öðrum, – en það er búið að telja okkur trú um að við höfum það ekki (það byrjar í bernsku) – Þess vegna þurfum að hugsa upp á nýtt, fara að trúa öðru, – trúa á okkur sjálf, – og það heitir sjálfstraust. – Sjálfstraust er því andstæða meðvirkni og meðvirkni er því sjálfs-vantraust. –

Við treystum okkur ekki til að setja mörk, eða segja NEI við þau sem við elskum, eða viljum fá elsku frá því við erum hrædd við að missa þau. – Meðvirkum aðila er líka oft hægt að stjórna eins og strengjabrúðu, þegar viðkomandi áttar sig á þessum veikleika hans.

Stjórnsemi er líka meðvirkni – hinn stjórnsami þrífst á að hafa einhvern til að stjórna, eða jafnvel bjarga. Sá aðili sem rýfur hið meðvirka samband er að gera báðum greiða. Það er rofið t.d. með að hætta að taka þátt eða ýta undir vanvirka hegðun. – Hætta að gera alkóhólistanum auðveldara fyrir að stunda drykkju sína – fela drykkjuna, eða ummerki hennar fyrir umhverfinu. – Meðvirkni er ekki bara tengd alkóhólisma, – foreldrar geta verið meðvirkir með vanvirkum unglingum. Unglingar geta stjórnað foreldrum. Það er t.d. ein gryfjan sem fráskildir foreldrar detta í, -börn/unglingar notfæra sér samkeppni foreldranna um athygli þeirra. –

Meðvirkni er líka  skortur á sjálfs-ást. Þar sem viðkomandi getur ekki séð eigið verðmæti og dýrð og þarf þá að fá samþykki og viðurkenningu utan frá.

Meðvirkni er því ástand hins óörugga aðila sem trúir ekki  á eigið verðmæti og dýrð,  trúir ekki á eigin ást eða að hann sé elsku verður.

Meðvirkar manneskjur eru oftast góðar manneskjur, en stundum „of góðar“ – eins og fram kemur í ofdekri eða ofverndun. – Þá er hætta á að hin góða manneskja steli gleði eða þroska frá öðrum. –

Dæmi um gleðiþjófnað:  Strákur var búinn að vera marga mánuði að bera út blöð og var að  safna fyrir hjóli – góði afi gat ekki beðið með að sjá svipinn á strák, – og keypti hjólið fyrir hann. –  Þegar strákur kom heim með síðasta launatékkann og ætlaði að fara að kaupa hjólið, beið það fyrir utan húsið heima hjá honum. –  Afinn kampakátur, en strákur …

Dæmi um þroskaþjófnað:  Unglingurinn gleymir alltaf að taka húslykilinn þó mamma segi honum að gera það. Hann er læstur úti og hringir í mömmu – sem er í vinnu – til að koma og opna. – Hún kvartar og kveinar yfir unglngnum – en kemur ítrekað heim úr vinnu til að opna fyrir honum. –  Unglingur heldur áfram að gleyma lykli, því mamma kemur hvort sem er alltaf að opna þó hún kvarti sáran yfir því. –  Hann missir þarna af þvi að læra um orsakir og afleiðingar.  Heldur áfram að vera kærulaus og gleyma lykli. –

Hvað ef mamma segði Nei? – Væri mamma þá ekki leiðinleg? – Vond jafnvel? –  Ef mamma er óörugg – heldur hún áfram að hlaupa til, – því hún er svo „góð“ ..

Dæmi: Sigga litla er komin langt yfir kjörþyngd og mamma og pabbi þurfa að passa upp á mataræðið hennar. – Amma gefur henni súkkulaðiköku með rjóma, því að það finnst Siggu svo gott, –  SIgga „elskar“ ömmu fyrir að gefa sér uppáhaldið sitt og amma er upp með sér að hafa glatt Siggu.

Amma ætti að vita betur er það ekki? –

Er þetta ást, eða skortur á ást?  Hvernig var upphafssetning pistilsins: „Meðvirkni verður til þegar þú reynir að fá frá öðrum það sem þú heldur að þú hafir ekki.“

Það er háttur meðvirkra að fá ást frá öðrum aðilum,  í gegnum það að ala á fíkn þeirra eða vanvirkni. –

Ekki ala á fíkn eða vanvirkni annarra til að sækja þér traust, ást eða viðurkenningu.

Sjáðu hvað þú ert verðmæt mannvera – núna –  það er allra hagur. –

Jessica-Tandy

6 hugrenningar um “Ekki ala á fíkn eða vanvirkni annarra til að sækja þér traust, ást eða viðurkenningu.

  1. Þessi grein er mjög áhugaverð; uræðuefnið sérstaklega og orðalagið á köflum. Umræða um meðvirkni verður hinsvegar flóknari þegar óheiðarleiki er tekinn með inní hugleiðingar um hana.

    Mörgum virðist stundum of auðvelt og tamt að einangra þetta tiltekna umræðuefni á sjálfmiðaðan eða sértækan hátt þó tilurð þess feli oft óljósar raunir í sér. Raunir fólks hér og þar í samfélagi manna út um allan heim bera það með sér. Nóg er að rýna í allskyns fréttaefni og félagslegar aðstæður til þess að átta sig á því. Ég get hinsvegar aðeins talað út frá eigin reynslu hér og nú með umræðuefnið til hliðsjónar þannig sem fer mér vel til að koma í veg fyrir að staðla eigin orðræðu um það. Því raunir fólks eru mismunandi eins og gefur að skilja í þessu samhengi.

    (tilvitnun úr greininni)

    „Meðvirkni er líka skortur á sjálfs-ást. Þar sem viðkomandi getur ekki séð eigið verðmæti og dýrð og þarf þá að fá samþykki og viðurkenningu utan frá.

    Meðvirkni er því ástand hins óörugga aðila sem trúir ekki  á eigið verðmæti og dýrð, trúir ekki á eigin ást eða að hann sé elsku verður“.

    (tilvitnun líkur)

    Fólk prufar sig áfram í ást á sjálfu sér. Það er eins ljóst og fluga á auga. Þá blikka flestir og sjá verðmæti sitt vaxa, ekki satt! Spegla dýrð sína þannig í andlegri kynveru sem þroskast í samfélagslegu og veraldlegu (guðdómlegu) samhengi. Gera einnig ráð fyrir því á sömu stundu að dýrðin komi innan og utan frá í einstaklingsbundnu, sögulegu og samfélagslegu samhengi. Þ.a.l. getur óöryggi aðila sprottið af tilvistarlegri ástæðu út frá tilgreindum forsendum, mjög þröngum sem víðtækum en að mörgu leyti eftir aðstæðum í sögulegu tilliti.

    Því sér hver lesandi í hendi sér að mismunandi aðstæður hafa líka þörf fyrir utanaðkomandi styrk sjálfsmyndar í för með sér. Þ.e.a.s. að sá styrkur getur ekki komið öðruvísi en utanfrá til að hafa tilætluð áhrif á sjálfsmynd og sjálfstraust í félagslegu samhengi.

    Eitt er að telja sig sjá eitthvað en annað að trúa því. Þú hefur eflaust heyrt máltakið „að trúa ekki eigin augum“. Það er oftast sagt eftir að brjóstvit einhvers sem hefur eftir vekur furðu þannig að viðkomandi verður orðavant. Þá spurningar vakna í huga um hverju skal að trúa?! Þú hinsvegar blind anar að engu ef ekki athugar hvað veldur betur. Ekki er allt sem sýnist ef aðstæður gefa jafnvel ástæðu til annars. Því ber að spyrja þá sem ögra brjóstvitinu og eru gerendur á þann hátt í aðstæðum þar sem félagsleg virðing ríkir en þeir „sjálfhverfir“ hunsa.

    (tilvitnun)

    „Við treystum okkur ekki til að setja mörk, eða segja NEI við þau sem við elskum, eða viljum fá elsku frá, því við erum hrædd við að missa þau. – Meðvirkum aðila er líka oft hægt að stjórna eins og strengjabrúðu, þegar viðkomandi áttar sig á þessum veikleika hans…“

    (tilvitnun líkur)

    Það mætti halda að „greinahöfundur“ hvetji beinlínis til þess að hagnýta sér meðvirkni aðila ef það er meðtekið út frá orðalagi hans. Ég geri hinsvegar ráð fyrir því að hér hafi orðið mistök í uppbyggingu þess, eða hvað? Er ég að sýna meðvirkni í stjórnsemi með því að benda á það eða á athugasemdin jafnvel rétt á sér út frá því hvað orðalagið virkar hvetjandi með þankastriki þó dregið sé úr því í sjálfri fyrirsögninni! Tja, kannski er þetta bara ritstíllinn!?

    Ekki nóg með það heldur liggur við að gert sé ráð fyrir því í textanum að takmörkuð samskipti séu í gangi á milli elskenda; …án trausts, …án skilnings, …án næringar, …án virðingar. Það ei fer framhjá mér hvað liggur lítið til grunndvallar á bak við þessa grein út frá greiningu og útlistun á meðvirkni m.a. með tilliti til samskipta í félagslegu samhengi. Það eitt og sér gerir hana ekki nægilega raunhæfa þannig að umræðan sem hún hefur í för með sér verður frekar takmörkuð.

  2. Því sér hver lesandi í hendi sér að mismunandi aðstæður hafa það líka í för með sér að skapa þörf fyrir utanaðkomandi styrk sjálfsmyndar. Þ.e.a.s. að slíkur styrkur getur verið nauðsynlegur utan við sjálf einhvers sem ei skynjar hann á annan hátt í sjálfsmati sínu með sjálfsmynd og sjálfstraust eins og rauðan þráð í félagslegu samhengi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s